„Við þurftum að þjást meira en við vildum“ Hinrik Wöhler skrifar 23. júlí 2023 22:15 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Anton Brink Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur. „Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
„Ef tilfinningin mín fyrir markinu sem þeir skora er rétt þá er ég ósáttur með það að við höfum ekki unnið leikinn,“ sagði Ómar skömmu eftir leik. Það var mikil barátta í vítateig Stjörnumanna undir lokin og vildu heimamenn í HK fá víti í uppbótartíma en dómari leiksins, Helgi Mikael Jónasson, var ekki á sama máli. „Mér fannst hann fara í hendina á honum þegar við skutum honum aftur inn í pakkann en þetta var bara í þannig mómenti að þegar þú heyrir einhvern smell þegar boltinn skoppar til baka þá bara biður þú um víti, það er bara eðlilegt og allir hefðu gert það,“ sagði Ómar um lokamínútur leikins. Kópavogsliðið hefur aðeins sigrað einn leik af síðustu níu deildarleikjum en Ómar Ingi hefur þó litlar áhyggjur af stöðu mála. „Það fer eftir hvernig þú setur það upp, við erum bara með eitt tap í síðustu fimm leikjum og þar af leiðandi sex stig í fimm leikjum sem er rúmlega eitt á leik og ég hef ekki áhyggjur af þessu. Við hefðum alveg getað unnið í kvöld þó að bróðurpartinn af leiknum vorum við að verjast í staðinn fyrir að sækja og mögulega átt skilið að vinna.“ Stjarnan pressaði hátt og voru meira með boltann en heimamenn. Ómar viðurkennir að uppleggið fyrir leik var ekki eins varnarsinnað eins og raun bar vitni. „Stjarnan þrýsti okkur aftar en við áætluðum að myndi gerast þannig okkur gekk erfiðlega að koma okkur út úr því en okkur gekk þó vel að díla við það. Við þurftum að þjást meira en við vildum en það hefur verið hluti af því sem við höfum þurft að læra samanborið við Lengjudeildina í fyrra. Við þurfum að stilla okkur betur af varðandi það hvernig hugarfarið okkar er gangvart ákveðnum þáttum í leiknum.“ Atli Arnarson, Birkir Valur Jónsson og Eyþór Wöhler voru frá vegna meiðsla sem þeir hlutu í síðasta leik á móti Fylki. Ómar Ingi á von á því að þeir verða allir klárir fyrir komandi átök. „Að sjálfsögðu vona ég það. Það er von til þess, samkvæmt mínu samtali við þá í dag og undanfarna viku við þá sem meiddust gegn Fylki á ég von á því að þeir geti vera klárir eftir viku á móti KA. Það var sama hjá Ívari Erni [Jónssyni] í dag og á móti Fylki, hann var byrjaður að stífna upp í kálfanum en spilaði samt 70 til 75 mínútur og með vikuhvíld verður hann alltaf klár fyrir norðan.“ Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild karla um þessar mundir og það gæti verið að HK muni styrkja sig í öftustu línu. „Það styttist í að Ívar Orri [Gissurarson] fari og við erum að líta í kringum okkur og opna á einhver samtöl við lið,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira