Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2023 13:49 Nicholas og Ólöf ásamt börnum sínum. Facebook Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. „Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins. Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
„Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins.
Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira