Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 12:31 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, segir að tímabundin hæging á hringrásarkerfi Atlantshafsins gæti haft áhrif hér á landi komi til kuldakasts. Vísir/Vilhelm Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór. Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór.
Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent