Leikurinn endaði með markalausu jafntefli 0-0. Liðin mætast síðan aftur í Svíþjóð á heimavelli Häcken næsta miðvikudag.
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken og spilaði allan leikinn. Valgeir fékk gult spjald á 76. mínútu.
Oavgjort på Djúpumýra i Klaksvik 🐝
— BK Häcken (@bkhackenofcl) July 26, 2023
Bortamatchen mot KI Klaksvik slutade 0–0 – det efter att Peter Abrahamsson stått för en enastående dubbelräddning i den andra halvleken.
Nu tar vi hem segern på hemmaplan nästa vecka 🚀#bkhäcken pic.twitter.com/shYiiuzUZK
Klaksvík komst afar óvænt áfram í aðra umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Ferencvaros í fyrstu umferð. Klaksvík byrjaði á að gera markalaust jafntefli á heimavelli en vann síðan Ferencvaros á útivelli 0-3.
Það er spurning hvort Klaksvík muni halda þessari formúlu áfram gegn Häcken.