Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 10:34 Þrátt fyrir fá banaslys skorar íslenska vegakerfið ekki hátt í greiningunni. Vísir/Vilhelm Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent. Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent.
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira