Fæst dauðsföll á íslenskum vegum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 10:34 Þrátt fyrir fá banaslys skorar íslenska vegakerfið ekki hátt í greiningunni. Vísir/Vilhelm Íslenska vegakerfið er það öruggasta í heimi þegar kemur að dauðsföllum. Hlutfallslega séð deyja átjánfalt fleiri árlega á vegunum í Sádi Arabíu. Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent. Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Á Íslandi eru aðeins 2,05 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa árlega. Þetta er lægsta hlutfallið af öllum þeim löndum sem ný greining bílaleigunnar Finn náði til. Þegar kemur að heildar umferðaröryggi er Ísland hins vegar í áttunda sæti. „Þrátt fyrir slæma veðráttu og marga malarvegi eru íslenskir ökumenn þeir ólíklegustu í heimi til þess að lenda í banaslysi. Ísland er ferðamannaland og margir vegir við hinn gullna hring og í Reykjavík eru malbikaðir og vel haldið við miðað við hina fámennu miðju landsins sem er tengd malarvegum,“ segir í greiningunni um Ísland. Dauðsföll eru líka mjög fá í Noregi, Sviss, Írlandi og Svíþjóð. Meðaltal allra landa eru 8,57 dauðsföll. Hæsta hlutfallið er hins vegar að finna í Sádi Arabíu, 35,94 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Kemur fram að olíuverð sé mjög lágt í landinu og að íbúarnir hafi efni á að kaupa hraðskreiða olíuháka, sem séu síður öruggir en aðrir bílar. Hættulegast er að keyra um vegi Sádi Arabíu. Þar eru ökumenn á hraðskreiðum olíuhákum.EPA Í öðru og þriðja sæti eru Taíland og Malasía. En í þeim löndum eru mótorhjól mjög algeng, hjálmanotkun lítil og margir með farþega á mótorhjólum. Á árunum 2001 til 2021 dóu 89.953 mótorhjólaökumenn í Malasíu. Vegakerfið akkilesarhæll Finn.com greina einnig heildar umferðaröryggisstuðul, reiknaðan út frá sjö þáttum. Banaslys telja inn í þann stuðul en einnig ástand vega, umferðarþungi, sætisbeltanotkun, ölvunarakstur, löglegur hámarkshraði á þjóðvegum og í þéttbýlisstöðum. Ísland er aðeins í áttunda sæti á heildarlistanum með 7,03 í einkunn. Í efsta sæti er Holland með 7,86 en á eftir koma Noregur, Svíþjóð, Eistland og Spánn. Argentína er á botninum með 1,65 í einkunn og Bandaríkin fá aðeins 2,53. Það sem dregur Ísland helst niður er ástand vega. Íslenska vegakerfið fær aðeins 4,1 í einkunn samanborið við til dæmis 6,4 í Hollandi og 5,7 á Spáni. Umferðarþungi er almennt frekar lítill á Íslandi, 90 prósent nota sætisbelti og 14 prósent banaslysa má rekja til ölvunaraksturs. Hæsta hlutfall ölvunaraksturs er í Írlandi, 39 prósent.
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Bílar Slysavarnir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira