Andlátið markaði skrifin mikið Íris Hauksdóttir skrifar 5. ágúst 2023 07:00 Eva Björg Sigurðardóttir ásamt fjölskyldu sinni. aðsend Eva Björg Sigurðardóttir barnabókahöfundur, kennari og margra barna móðir er óneitanlega upptekin kona. Samhliða fullu starfi stefnir hún á að skrifa fimm barnabækur sem sjálfstætt starfandi útgefandi en hún segir andlát föður síns markað skrif sín mikið. Þrátt fyrir að sinna fullu starfi sem kennari ásamt því að ala upp þrjú börn hefur Eva Björg nýlega lokið við að skrifa fimmtu barnabók sína. Hún segir hægara sagt en gert að komast á útgáfusamning og stefnir á að gefa út bækurnar sínar sjálf. Til þess að sá draumur geti orðið að veruleika hefur Eva sett á stofn söfnun innan Karolina fund. Gefur út á eigin vegum „Ég reyndi að komast á samning hjá bókaútgáfu og sendi handritin á fjölmörg útgáfufyrirtæki. Sum þeirra voru ekki að taka við nýjum handritum eða með útgáfuárið fullskipað. Önnur gefa ekki út barnabækur og svo enn aðrir sem höfnuðu án útskýringa. Það er erfitt að komast á samning hjá bókaútgefanda og því er vettvangur eins og Karolina Fund góður fyrir þá sem kjósa að gefa út bækur á eigin vegum. Kostnaður vegna prentunar og öllu sem því fylgir er talsverður. Í mínu tilfelli kostar myndskreytingin mikið. Ég var heppin að finna frábæran grafískan hönnuð, Ana K. Quintero. Myndirnar hennar eru æðislegar.“ Ritverkin tóku nýja stefnu Eva missti föður sinn fyrir þremur árum og segir andlát hans hafa haft gríðarleg áhrif á skrif sín. „Andlát hans breytti öllu. Ritverk mín tóku allt aðra stefnu. Fyrst um sinn tók ég pásu frá skrifunum en þegar ég byrjaði aftur snerust þau um allt aðra hluti en áður. Eva Björg ásamt syni sínum.aðsend Aðalpersónan sem átti áður báða foreldra á lífi var búin að missa annað úr veikindum. Bókin breyttist því á skömmum tíma í sagnfræðilega skáldsögu um ungling sem dregst inn í aldagamalt sakamál en fer á sama tíma í gegnum sorgarferli og missi. Bæði sitt eigið en upplifir líka sorgina í gegnum systkini sín og eftirlifandi foreldris. Bókin varð því að einhverju sem á bæði að vera skemmtilegt, fróðlegt og skemmtilegt yfir í að gefa þeim sem hafa upplifað missi, vettvang til að tengja og spegla sig í.“ Hætti að óttast álit annarra Eva segir tilfinningarnar sem komi upp í sorgarferli ófyrirsjáanlegar. „Það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því hvort maður sé einn eða hvort fleiri séu í svipuðum sporum. Missirinn hafði þau áhrif að ég hætti að vera hrædd um álit annarra á mínum verkum og meira hrædd um tilfinninguna sem myndi fylgja því að þora ekki að láta vaða og láta mína drauma rætast. Bækurnar um Karatekindina og Flökkukindina er byggðar á raunverulegri kind sem varð á vegi fjölskyldunnar í sumarbústaðahverfi í Hollandi.aðsend Bækurnar endurspegla allar mikilvægi samstöðu, samkenndar og hvað mikið vinnst ef fólk, hvort sem á við um fjölskyldu eða vini, styður við hvort annað og gerir hlutina saman. Það var mottó foreldra minna og eitthvað sem pabbi sagði reglulega. Við getum þetta. Við styðjum hvort annað og gerum þetta saman. Þessi kjörorð komu með mér inn á mitt heimili þegar ég flutti frá þeim og finnst mér þetta frábær lífspeki. Hún kemur alltaf fyrir í einhverri mynd í bókunum mínum.“ Allur frítími fer í bókaskrif Eva nam stund á uppeldis- og menntunarfræði, er með diplómu í stafrænni markaðsfræði og lauk nú síðast grunnnámi í jógakennarafræðum. Hún hefur einnig lokið við það sem jafngildir um einu ári í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði og grunnskólakennaranámi, en ákvað að taka sér pásu frá því vegna bókaskrifa. Eva Björg setti námið á bið til þess að sinna bókaskrifum. aðsend „Bókaskrifin eiga hug minn allan og fer mikið af frítíma mínum í þau. Síðastliðna mánuði hef ég verið að vinna að því að tengja hugmyndir mínar og gera úr þeim sjálfstæða barnabókaseríu. Samhliða því hef ég unnið að sagnfræðilegri skáldsögu fyrir ungmenni, en gagnasöfnunin og heimildavinnan sem snýr að henni veldur því að hún er töluvert tímafrekara verkefni en barnabækurnar. Þetta er frumraun mín í skapandi skrifum.“ Alltaf elskað að lesa og skrifa sögur Spurð um tildrög þess að hún hóf bókaskrifin segist Eva alltaf hafa fundið þörf hjá sér að semja og skrifa. „Ég hef alltaf elskað að lesa og búa til sögur. Ég hef meira segja stórgaman af því að skrifa ritgerðir og vinna önnur sambærileg verkefni. Í vinnunni, sérstaklega þegar ég var með fimm til sex ára börn, stóð ég mig oft að því að búa til sögur sem slógu algjörlega í gegn og ég var beðin um að segja síendurtekið, jafnvel sömu söguna oft í röð. Það var þá sem ég hugsaði að það gæti verið gaman að gera meira af þessu og búa jafnvel til bók eða bókaseríu. Yngsti sonur Evu Bjargar hefur reynst gagnlegur gagnrýnandi. aðsend Þegar yngsti minn fór svo að geta talað notuðum við oft kvöldstundir, eftir lestur, í að búa saman til bullsögur og við það varð áhuginn á að gera eitthvað úr þessu sífellt meiri.“ Karatekindin á sér fyrirmynd í Hollandi En hvaðan sprettur innblásturinn? „Ég sæki hann helst í umhverfið, það sem ég sé og það sem að ég eða við fjölskyldan höfum lent í. Oftar en ekki stend ég mig að því að hugsa að þetta og hitt geti orðið skemmtilegt ævintýri eða áhugaverður kafli í bók. Fyrirmyndina að bókinni Karatekindin hitti fjölskyldan í Hollandi.aðsend Þannig er það til dæmis með Karatekindina, aðra bók barnaseríunnar. Hún er byggð á kind sem varð oft á vegi okkar fjölskyldunnar í sumarbústaðahverfi í Hollandi. Kindin, sem var laus og gat flakkað um allt hverfið að vild, hélt sig alltaf á einum stað og virtist hvorki sækja í samskipti við önnur dýr né menn. Varlega reyndum við að nálgast hana, full löngunar til að sýna henni vinsemd, en í hvert skipti sem við komum nálægt henni sagði hún okkur kurteisislega, án orða, að hypja okkur. Hún einfaldlega lyfti upp öðrum framfætinum og henti í karatespark. Það var kveikjan að sögu Karatekindarinnar, og svo út frá henni spruttu aðrar sögur og þá þar á meðal fyrsta bók bókaseríunnar, Flökkukindin.“ Gæti þetta ekki án eiginmannsins Eva segir skipulag spila lykilþátt í því að láta hlutina ganga upp á stóru heimili en hún líti ekki á bókaskrifin sem minni vinnu en kennarastarfið sem greiði sér laun. Eva Björg segist ekki geta komist eins langt og hún hefur ef ekki væri fyrir hjálpsemi fjölskyldu sinnar. aðsend „Enn sem komið er hef ég ekki fengið krónu borgað en ég lít samt á þetta sem vinnu. Ég set upp verkefnalista í dagbókina í símanum mínum og geri svo nánara skipulag í Excel. Ég reyni mitt besta til að halda ákveðinni tímaáætlun en lífið er auðvitað ófyrirsjáanlegt og stundum breytast plön. Hjónin skiptast á að svæfa á kvöldin en eru jafnframt dugleg að skipurleggja parastundir saman. aðsend Við hjónin skiptumst á annan hvern dag að fara inn á kvöldin með þennan yngsta í lestur og notalegheit, og ég nota mjög mörg af mínum fríkvöldum í skrif. Ég nota líka alltaf einhvern tíma um helgar. Ég gæti þetta samt ekki ef að maðurinn minn væri ekki svona skilningsríkur og hvetjandi. Í sameiningu finnum við tíma sem hentar en setjum þó alltaf í forgang að hlúa að börnunum okkar og hjónabandinu.“ Fæ stundum alveg nóg af börnum Þú skrifar fyrir börn, vinnur með börnum og átt þrjú sjálf. Færðu aldrei nóg af börnum? „Jú ég fæ alveg stundum nóg af börnum, eða þá meira af áreitinu sem þeim oft fylgir,“ segir Eva í léttum tón. „Ég fer þrisvar í viku í jóga. Það er mín gæðastund þar sem ég get slökkt á huganum. Hlúð að líkamanum og bara einhvern veginn verið í þögninni. Svo gera utanlandsferðir mikið fyrir mig. Þá næ ég oft að núllstilla hugann, jafnvel þó ég nýti þann tíma einnig eitthvað í skrif. Börn eru yndisleg. Þau eru svo óhefluð, skapandi, góð, hugmyndarík og einlæg, svo það bæði að eiga mörg börn og að vinna með börnum gefur mér ótrúlega mikið.“ Markmið sín með skrifunum segir Eva vera að skapa eitthvað sem aðrir geta haft gaman af og jafnvel lært af. Eitthvað sem aðrir tengja við og gæti þess vegna hjálpað þeim, hvort sem það er svo aðstæður, tilfinningar, sögupersónur, upplifanir eða annað. „Ég hef þessa þörf inn í mér fyrir að skrifa og að koma skrifunum frá mér.“ Draumurinn að starfa alfarið við skrif Hún viðurkennir þó að stundum hafi hún spurt sig af hverju hún sé að leggja á sig þessa vinnu. „Þetta er bæði mjög tímafrekt og erfitt og margir klukkutímar á viku fara í að skipuleggja skrifin. Lagfæra og endurskrifa og samt hef ég enn ekki gefið út eina einustu bók. Engu síður er þetta draumurinn, hvort sem að ég fái borgað í samræmi við vinnuframlag eða ekki, þá er þetta draumurinn og það sem ég vil gera. Fái borgað fyrir þetta seinna þá er það auðvitað frábært því það mun gefa mér tækifæri til þess að halda skrifunum áfram og þá jafnvel kannski án þess að vera í 100% vinnu með því. Mikilvægt að halda í fallega málið okkar Barnabókaserían um Doppu er margþætt. Þetta eru ekki bara barnabækur með ævintýralegu ívafi. Þær stikla einnig á stóru varðandi ólík fjölskyldumynstur og fjölbreytileika einstaklinga, eða í þessu tilfelli kinda. Bækurnar koma einnig inn á mikilvægi hjálpsemi, góðvilja, vinskapar og jafnvel sjálfstæðis. Ég passaði mig á að einfalda textann ekki um of, þó að hann sé ætlaður eyrum barna, af því að það skiptir máli að það skapist umræður um orðin og þýðingu þeirra. Falleg fjölskylda á góðum degi.aðsend Það er mikilvægt að halda í okkar fallega mál. Ég reyndi líka hafa húmor í bókunum fyrir þá fullorðnu svo þeir, líkt og börnin, hefðu gaman af lestrinum. Fyrst og fremst vona ég þó að bækurnar skapi notalegar stundir hjá þeim sem þær lesa. Ef að þær ná að kveikja á ímyndunarafli og sköpun meðal þeirra, en þó um leið velta upp pælingum um ýmsa þætti lífsins, þá er það bara auka bónus.“ Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bækurnar í forsölu geta gert það hér. Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þrátt fyrir að sinna fullu starfi sem kennari ásamt því að ala upp þrjú börn hefur Eva Björg nýlega lokið við að skrifa fimmtu barnabók sína. Hún segir hægara sagt en gert að komast á útgáfusamning og stefnir á að gefa út bækurnar sínar sjálf. Til þess að sá draumur geti orðið að veruleika hefur Eva sett á stofn söfnun innan Karolina fund. Gefur út á eigin vegum „Ég reyndi að komast á samning hjá bókaútgáfu og sendi handritin á fjölmörg útgáfufyrirtæki. Sum þeirra voru ekki að taka við nýjum handritum eða með útgáfuárið fullskipað. Önnur gefa ekki út barnabækur og svo enn aðrir sem höfnuðu án útskýringa. Það er erfitt að komast á samning hjá bókaútgefanda og því er vettvangur eins og Karolina Fund góður fyrir þá sem kjósa að gefa út bækur á eigin vegum. Kostnaður vegna prentunar og öllu sem því fylgir er talsverður. Í mínu tilfelli kostar myndskreytingin mikið. Ég var heppin að finna frábæran grafískan hönnuð, Ana K. Quintero. Myndirnar hennar eru æðislegar.“ Ritverkin tóku nýja stefnu Eva missti föður sinn fyrir þremur árum og segir andlát hans hafa haft gríðarleg áhrif á skrif sín. „Andlát hans breytti öllu. Ritverk mín tóku allt aðra stefnu. Fyrst um sinn tók ég pásu frá skrifunum en þegar ég byrjaði aftur snerust þau um allt aðra hluti en áður. Eva Björg ásamt syni sínum.aðsend Aðalpersónan sem átti áður báða foreldra á lífi var búin að missa annað úr veikindum. Bókin breyttist því á skömmum tíma í sagnfræðilega skáldsögu um ungling sem dregst inn í aldagamalt sakamál en fer á sama tíma í gegnum sorgarferli og missi. Bæði sitt eigið en upplifir líka sorgina í gegnum systkini sín og eftirlifandi foreldris. Bókin varð því að einhverju sem á bæði að vera skemmtilegt, fróðlegt og skemmtilegt yfir í að gefa þeim sem hafa upplifað missi, vettvang til að tengja og spegla sig í.“ Hætti að óttast álit annarra Eva segir tilfinningarnar sem komi upp í sorgarferli ófyrirsjáanlegar. „Það er svo erfitt að gera sér grein fyrir því hvort maður sé einn eða hvort fleiri séu í svipuðum sporum. Missirinn hafði þau áhrif að ég hætti að vera hrædd um álit annarra á mínum verkum og meira hrædd um tilfinninguna sem myndi fylgja því að þora ekki að láta vaða og láta mína drauma rætast. Bækurnar um Karatekindina og Flökkukindina er byggðar á raunverulegri kind sem varð á vegi fjölskyldunnar í sumarbústaðahverfi í Hollandi.aðsend Bækurnar endurspegla allar mikilvægi samstöðu, samkenndar og hvað mikið vinnst ef fólk, hvort sem á við um fjölskyldu eða vini, styður við hvort annað og gerir hlutina saman. Það var mottó foreldra minna og eitthvað sem pabbi sagði reglulega. Við getum þetta. Við styðjum hvort annað og gerum þetta saman. Þessi kjörorð komu með mér inn á mitt heimili þegar ég flutti frá þeim og finnst mér þetta frábær lífspeki. Hún kemur alltaf fyrir í einhverri mynd í bókunum mínum.“ Allur frítími fer í bókaskrif Eva nam stund á uppeldis- og menntunarfræði, er með diplómu í stafrænni markaðsfræði og lauk nú síðast grunnnámi í jógakennarafræðum. Hún hefur einnig lokið við það sem jafngildir um einu ári í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði og grunnskólakennaranámi, en ákvað að taka sér pásu frá því vegna bókaskrifa. Eva Björg setti námið á bið til þess að sinna bókaskrifum. aðsend „Bókaskrifin eiga hug minn allan og fer mikið af frítíma mínum í þau. Síðastliðna mánuði hef ég verið að vinna að því að tengja hugmyndir mínar og gera úr þeim sjálfstæða barnabókaseríu. Samhliða því hef ég unnið að sagnfræðilegri skáldsögu fyrir ungmenni, en gagnasöfnunin og heimildavinnan sem snýr að henni veldur því að hún er töluvert tímafrekara verkefni en barnabækurnar. Þetta er frumraun mín í skapandi skrifum.“ Alltaf elskað að lesa og skrifa sögur Spurð um tildrög þess að hún hóf bókaskrifin segist Eva alltaf hafa fundið þörf hjá sér að semja og skrifa. „Ég hef alltaf elskað að lesa og búa til sögur. Ég hef meira segja stórgaman af því að skrifa ritgerðir og vinna önnur sambærileg verkefni. Í vinnunni, sérstaklega þegar ég var með fimm til sex ára börn, stóð ég mig oft að því að búa til sögur sem slógu algjörlega í gegn og ég var beðin um að segja síendurtekið, jafnvel sömu söguna oft í röð. Það var þá sem ég hugsaði að það gæti verið gaman að gera meira af þessu og búa jafnvel til bók eða bókaseríu. Yngsti sonur Evu Bjargar hefur reynst gagnlegur gagnrýnandi. aðsend Þegar yngsti minn fór svo að geta talað notuðum við oft kvöldstundir, eftir lestur, í að búa saman til bullsögur og við það varð áhuginn á að gera eitthvað úr þessu sífellt meiri.“ Karatekindin á sér fyrirmynd í Hollandi En hvaðan sprettur innblásturinn? „Ég sæki hann helst í umhverfið, það sem ég sé og það sem að ég eða við fjölskyldan höfum lent í. Oftar en ekki stend ég mig að því að hugsa að þetta og hitt geti orðið skemmtilegt ævintýri eða áhugaverður kafli í bók. Fyrirmyndina að bókinni Karatekindin hitti fjölskyldan í Hollandi.aðsend Þannig er það til dæmis með Karatekindina, aðra bók barnaseríunnar. Hún er byggð á kind sem varð oft á vegi okkar fjölskyldunnar í sumarbústaðahverfi í Hollandi. Kindin, sem var laus og gat flakkað um allt hverfið að vild, hélt sig alltaf á einum stað og virtist hvorki sækja í samskipti við önnur dýr né menn. Varlega reyndum við að nálgast hana, full löngunar til að sýna henni vinsemd, en í hvert skipti sem við komum nálægt henni sagði hún okkur kurteisislega, án orða, að hypja okkur. Hún einfaldlega lyfti upp öðrum framfætinum og henti í karatespark. Það var kveikjan að sögu Karatekindarinnar, og svo út frá henni spruttu aðrar sögur og þá þar á meðal fyrsta bók bókaseríunnar, Flökkukindin.“ Gæti þetta ekki án eiginmannsins Eva segir skipulag spila lykilþátt í því að láta hlutina ganga upp á stóru heimili en hún líti ekki á bókaskrifin sem minni vinnu en kennarastarfið sem greiði sér laun. Eva Björg segist ekki geta komist eins langt og hún hefur ef ekki væri fyrir hjálpsemi fjölskyldu sinnar. aðsend „Enn sem komið er hef ég ekki fengið krónu borgað en ég lít samt á þetta sem vinnu. Ég set upp verkefnalista í dagbókina í símanum mínum og geri svo nánara skipulag í Excel. Ég reyni mitt besta til að halda ákveðinni tímaáætlun en lífið er auðvitað ófyrirsjáanlegt og stundum breytast plön. Hjónin skiptast á að svæfa á kvöldin en eru jafnframt dugleg að skipurleggja parastundir saman. aðsend Við hjónin skiptumst á annan hvern dag að fara inn á kvöldin með þennan yngsta í lestur og notalegheit, og ég nota mjög mörg af mínum fríkvöldum í skrif. Ég nota líka alltaf einhvern tíma um helgar. Ég gæti þetta samt ekki ef að maðurinn minn væri ekki svona skilningsríkur og hvetjandi. Í sameiningu finnum við tíma sem hentar en setjum þó alltaf í forgang að hlúa að börnunum okkar og hjónabandinu.“ Fæ stundum alveg nóg af börnum Þú skrifar fyrir börn, vinnur með börnum og átt þrjú sjálf. Færðu aldrei nóg af börnum? „Jú ég fæ alveg stundum nóg af börnum, eða þá meira af áreitinu sem þeim oft fylgir,“ segir Eva í léttum tón. „Ég fer þrisvar í viku í jóga. Það er mín gæðastund þar sem ég get slökkt á huganum. Hlúð að líkamanum og bara einhvern veginn verið í þögninni. Svo gera utanlandsferðir mikið fyrir mig. Þá næ ég oft að núllstilla hugann, jafnvel þó ég nýti þann tíma einnig eitthvað í skrif. Börn eru yndisleg. Þau eru svo óhefluð, skapandi, góð, hugmyndarík og einlæg, svo það bæði að eiga mörg börn og að vinna með börnum gefur mér ótrúlega mikið.“ Markmið sín með skrifunum segir Eva vera að skapa eitthvað sem aðrir geta haft gaman af og jafnvel lært af. Eitthvað sem aðrir tengja við og gæti þess vegna hjálpað þeim, hvort sem það er svo aðstæður, tilfinningar, sögupersónur, upplifanir eða annað. „Ég hef þessa þörf inn í mér fyrir að skrifa og að koma skrifunum frá mér.“ Draumurinn að starfa alfarið við skrif Hún viðurkennir þó að stundum hafi hún spurt sig af hverju hún sé að leggja á sig þessa vinnu. „Þetta er bæði mjög tímafrekt og erfitt og margir klukkutímar á viku fara í að skipuleggja skrifin. Lagfæra og endurskrifa og samt hef ég enn ekki gefið út eina einustu bók. Engu síður er þetta draumurinn, hvort sem að ég fái borgað í samræmi við vinnuframlag eða ekki, þá er þetta draumurinn og það sem ég vil gera. Fái borgað fyrir þetta seinna þá er það auðvitað frábært því það mun gefa mér tækifæri til þess að halda skrifunum áfram og þá jafnvel kannski án þess að vera í 100% vinnu með því. Mikilvægt að halda í fallega málið okkar Barnabókaserían um Doppu er margþætt. Þetta eru ekki bara barnabækur með ævintýralegu ívafi. Þær stikla einnig á stóru varðandi ólík fjölskyldumynstur og fjölbreytileika einstaklinga, eða í þessu tilfelli kinda. Bækurnar koma einnig inn á mikilvægi hjálpsemi, góðvilja, vinskapar og jafnvel sjálfstæðis. Ég passaði mig á að einfalda textann ekki um of, þó að hann sé ætlaður eyrum barna, af því að það skiptir máli að það skapist umræður um orðin og þýðingu þeirra. Falleg fjölskylda á góðum degi.aðsend Það er mikilvægt að halda í okkar fallega mál. Ég reyndi líka hafa húmor í bókunum fyrir þá fullorðnu svo þeir, líkt og börnin, hefðu gaman af lestrinum. Fyrst og fremst vona ég þó að bækurnar skapi notalegar stundir hjá þeim sem þær lesa. Ef að þær ná að kveikja á ímyndunarafli og sköpun meðal þeirra, en þó um leið velta upp pælingum um ýmsa þætti lífsins, þá er það bara auka bónus.“ Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bækurnar í forsölu geta gert það hér.
Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira