Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 07:00 Beggi og Pacas rifja upp skemmtilegar minningar úr Gleðigöngunni. Facebook Beggi og Pacas Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“ Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Tengdu gönguna við fjölskyldulíf „Við sitjum hérna saman í sólinni að rifja upp góðar stundir frá Pride. Öll tíu árin sem við tókum þátt gerðum við mikið úr þessu og vorum með vagn. Þetta var svo spennandi og skemmtilegt tímabil og við lögðum alltaf áherslu á að þetta tengdist fjölskyldu,“ segja Beggi og Pacas sem eiga stóra fjölskyldu. „Því hvort sem þú sért gay, straight eða hvað þú ert þá er alltaf fjölskylda á bak við, fyrir framan mann og hliðina á manni, auðvitað mismunandi eftir því hvernig þetta snýr að manni. Þess vegna lögðum við svona rosa mikla áherslu á fjölskyldur og tengja þetta við fjölskyldulíf, því við erum auðvitað venjulegar fjölskyldur.“ Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og lögðu mikið upp úr glæsilegum búningum sem þeir gerðu sjálfir.Facebook Beggi og Pacas Bjuggu flestallt til sjálfir Þeir lögðu mikið á sig fyrir hverja Gleðigöngu og ferðuðust heimshorna á milli til að gera vagninn sem flottastan. „Við þurftum oft að fara til Brasilíu til að ná í alls konar efnivið og dótarí og í 95 prósent tilfella þá bjuggum við búningana til sjálfir. Það var svolítið spennandi líka, að búa til búningana og gera þetta sjálfir frá grunni. Pacas er mikill listamaður í höfðinu sínu og hann náttúrulega skapaði alls konar hlutverk sem hann gat tengt íka inn á fjölskyldu, börnin, systkini og alls konar fólk.“ Pacas hefur lagt mikinn metnað í búningana fyrir Pride.Facebook Beggi og Pacas Eftirminnilegasti búningurinn segja þeir hafa verið Kleópatra. „Pacas ákvað einu sinni að vera Kleópatra og við vorum með vagn og fjölskylduna með okkur í alls konar búningum sem verðir og fleira. Það hefur eiginlega alltaf verið sól hjá okkur í göngunni nema á þessum degi, þá rigndi. Pacas var búinn að sauma svakalegan búning. Hann þurfti að setja gervibrjóst, gervimjaðmir og rass og allt fyrir innan búninginn. Það rigndi svolítið mikið á búninginn þannig að búningurinn lagðist allur að líkamanum og allir vextir sáust í gegn. Þetta fannst okkur svolítið eftirminnilegt því það var allt feikað, segir Beggi glaður í bragði og bætir við: „En aðalatriðið í kringum Pride hjá okkur var að okkur þótti svo vænt um að geta verið þarna, brosað og verið glöð saman og horft á mannfólkið brosa og vera glatt. Það er það sem skiptir svo miklu máli að við brosum til hvers annars því þá líður okkur öllum svo afskaplega vel. Þetta var rosaleg vinna, að gera þetta alla þessa hluti fyrir gönguna, en þetta var svo vel þess virði því manni leið svo vel eftir á. Það var svo mikil gleði yfir öllu og þakklæti.“
Gleðigangan Hinsegin Tíska og hönnun Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira