Dúxaði í draumanáminu í Slóvakíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 14:03 Auður mælir tvímælalaust með læknanáminu í Martin í Slóvakíu. Auður Kristín Pétursdóttir Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. „Það var aldrei planið að fara til Slóvakíu. Ég ætlaði alltaf í HÍ en komst ekki inn,“ segir Auður, aðspurð hvers vegna hún hafi valið að læra í Slóvakíu. „Ég þekkti stelpu sem var að fara á fimmta ár og strák á annað ár, svo ég ákvað bara að taka stökkið.“ Auður segist hafa verið mikið í mun að hefja draumanámið. Auður segist hafa ákveðið tíu ára gömul að hún ætlaði sér að læra læknisfræði. „Þegar ég kom fyrst inn á spítala þegar ég var lítil og sá hvernig læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir unnu heillaðist ég bara, og langaði að vera ein af þessu fólki,“ segir hún. Raungreinabraut í Menntaskólanum á Akureyri hafi síðan veitt henni góðan grunn undir læknanámið. Íslendingarnir samheldnir Íslendingasamfélagið í læknanáminu í Slóvakíu er að sögn Auðar mjög öflugt. Íslendingarnir haldi vel utan um hvern annan, sér í lagi þegar námsálag og heimþrá gera vart við sig. Um tvö hundruð Íslendingar ganga í háskólann, sem er staðsettur í sextíu þúsund manna bænum Martin. Bærinn er umkringdur fjallgarði sem Auður segir mikla fjallahlaupaparadís, sjálf æfi hún hlaup samhliða náminu. Auður að æfa ómskoðun á nýrum í skólanum.Auður Kristín Pétursdóttir Þá segir hún félagslífið í skólanum mikið. Nemendafélagið Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) skipuleggi viðburði nær hverja helgi, auk árshátíðar og skíðaferðar ár hvert. Námið og hlaupið í forgangi Auður segir að með náminu hafi hún verið í hlaupahópi á vegum FÍLS. Eftir það hafi minni tími staðið eftir fyrir félagslíf. „Ég er smá allt eða ekkert týpa, og þegar ég er með eitthvað markmið þá legg ég mig alla fram í að ná því. Fyrir sumum er félagslífið mikilvægara og það er allt í lagi. Við erum öll ólík með mismunandi áherslur og markmið í lífinu,“ segir Auður. Hún segir að lykillinn að góðum árangri sé bæði að leggja sig allan fram og mæta undirbúinn í hvern einasta tíma, en engu að síður að finna sér góðan lærdómsfélaga. „Ég og kærasti minn erum búin að læra saman alla daga síðan á öðru ári,“ segir hún. Sá lærdómur skilaði svo sannarlega árangri en bæði hún og Gunnar, kærasti hennar, voru tvö af fjórum hæstu útskriftarnemunum. Auður og Gunnar útskrifuðust bæði með láði. Þau kynntust í byrjun fyrsta ársins í náminu og urðu síðar kærustupar.Auður Kristín Pétursdóttir Fyrsta árið í náminu segist Auður hafa komist að því að hægt væri að útskrifast með láði og ákveðið þá að hún skyldi ná því. Á öðru og þriðja ári hafi hún svo hlotið skólastyrk sem hæsti nemandi fær hverju sinni. „Þá ákvað ég að leggja mig alla fram,“ segir hún. Á útskriftarathöfninni var síðan tilkynnt að fjórir nemendur hefðu tekist að útskrifast með láði og voru Auður og Gunnar bæði í þeim hópi. Síðar hafi Auður fengið tölvupóst þess efnis að hún hafi hlotið hæstu einkunnina. Árgangurinn á útskriftardaginn.Auður Kristín Pétursdóttir Auður segir að nú taki við eins árs sérnámsgrunnur sem hún mun taka á Landspítalanum og Heilsugæslunni á Akureyri. Aðspurð hvað taki við að því loknu segist hún vera að íhuga fæðingar- og kvensjúkdómalækningar. Hún sé þó opin fyrir öllu. Háskólar Slóvakía Skóla- og menntamál Tímamót Íslendingar erlendis Dúxar Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
„Það var aldrei planið að fara til Slóvakíu. Ég ætlaði alltaf í HÍ en komst ekki inn,“ segir Auður, aðspurð hvers vegna hún hafi valið að læra í Slóvakíu. „Ég þekkti stelpu sem var að fara á fimmta ár og strák á annað ár, svo ég ákvað bara að taka stökkið.“ Auður segist hafa verið mikið í mun að hefja draumanámið. Auður segist hafa ákveðið tíu ára gömul að hún ætlaði sér að læra læknisfræði. „Þegar ég kom fyrst inn á spítala þegar ég var lítil og sá hvernig læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir unnu heillaðist ég bara, og langaði að vera ein af þessu fólki,“ segir hún. Raungreinabraut í Menntaskólanum á Akureyri hafi síðan veitt henni góðan grunn undir læknanámið. Íslendingarnir samheldnir Íslendingasamfélagið í læknanáminu í Slóvakíu er að sögn Auðar mjög öflugt. Íslendingarnir haldi vel utan um hvern annan, sér í lagi þegar námsálag og heimþrá gera vart við sig. Um tvö hundruð Íslendingar ganga í háskólann, sem er staðsettur í sextíu þúsund manna bænum Martin. Bærinn er umkringdur fjallgarði sem Auður segir mikla fjallahlaupaparadís, sjálf æfi hún hlaup samhliða náminu. Auður að æfa ómskoðun á nýrum í skólanum.Auður Kristín Pétursdóttir Þá segir hún félagslífið í skólanum mikið. Nemendafélagið Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) skipuleggi viðburði nær hverja helgi, auk árshátíðar og skíðaferðar ár hvert. Námið og hlaupið í forgangi Auður segir að með náminu hafi hún verið í hlaupahópi á vegum FÍLS. Eftir það hafi minni tími staðið eftir fyrir félagslíf. „Ég er smá allt eða ekkert týpa, og þegar ég er með eitthvað markmið þá legg ég mig alla fram í að ná því. Fyrir sumum er félagslífið mikilvægara og það er allt í lagi. Við erum öll ólík með mismunandi áherslur og markmið í lífinu,“ segir Auður. Hún segir að lykillinn að góðum árangri sé bæði að leggja sig allan fram og mæta undirbúinn í hvern einasta tíma, en engu að síður að finna sér góðan lærdómsfélaga. „Ég og kærasti minn erum búin að læra saman alla daga síðan á öðru ári,“ segir hún. Sá lærdómur skilaði svo sannarlega árangri en bæði hún og Gunnar, kærasti hennar, voru tvö af fjórum hæstu útskriftarnemunum. Auður og Gunnar útskrifuðust bæði með láði. Þau kynntust í byrjun fyrsta ársins í náminu og urðu síðar kærustupar.Auður Kristín Pétursdóttir Fyrsta árið í náminu segist Auður hafa komist að því að hægt væri að útskrifast með láði og ákveðið þá að hún skyldi ná því. Á öðru og þriðja ári hafi hún svo hlotið skólastyrk sem hæsti nemandi fær hverju sinni. „Þá ákvað ég að leggja mig alla fram,“ segir hún. Á útskriftarathöfninni var síðan tilkynnt að fjórir nemendur hefðu tekist að útskrifast með láði og voru Auður og Gunnar bæði í þeim hópi. Síðar hafi Auður fengið tölvupóst þess efnis að hún hafi hlotið hæstu einkunnina. Árgangurinn á útskriftardaginn.Auður Kristín Pétursdóttir Auður segir að nú taki við eins árs sérnámsgrunnur sem hún mun taka á Landspítalanum og Heilsugæslunni á Akureyri. Aðspurð hvað taki við að því loknu segist hún vera að íhuga fæðingar- og kvensjúkdómalækningar. Hún sé þó opin fyrir öllu.
Háskólar Slóvakía Skóla- og menntamál Tímamót Íslendingar erlendis Dúxar Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira