Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum. Einvalalið listamanna kemur að útsetningu lagsins og má þar helst nefna Gunnlaug Briem á trommum, Þórir Úlfarsson á hljómborð, Kristján Grétarsson á gítar, Jens Hansson á saxófón. Þá leikur Pálmi sjálfur á bassa.
Upptökustjórn var í höndum Þóris Úlfarssonar.
Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan:
Pálmi er einn þekktasti dægurlagasöngvari landsins. Hann gerði meðal annars lagið Þitt fyrsta bros, Ég er á leiðinni, Íslenska konan og Hótel jörð svo fátt eitt sé nefnt.
Hann var meðlmiður hljómsveitarinnar Icy sem sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1986 með lagið Gleðibankinn. Hljómsveitin keppti í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fór fram í Bergen í Noregi. Þá var Pálmi meðlimur hljómsveitinnar Mannakorn ásamt því að vera ötull sólótónlistarmaður.
Í innslaginu hér að neðan má sjá framlag Íslands í Eurovision árið 1986.