Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2023 16:36 Myndir frá réttarhöldunum yfir Navalní innan veggja hámarksöryggisfangelsisins. AP/Alexander Zemlianichenko Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Navalní var fundinn sekur um að stofna og fjármagna öfgasamtök. Hann hefur neitað ásökunum. Réttarhöldin voru haldin innan veggja hámarksöryggisfangelsis í Orenburg-héraði en talið er að staðsetningin hafi verið valin til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllun. Fyrir réttarhöldin deildi Navalní skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem hann sagðist óttast það að fá „stalinískan“ dóm til að hræða aðra pólitíska andófsmenn. Líklegt þykir að Navalní gæti hlotið enn þyngri dóm síðar. Sjálfur hefur Navalní sagt að rannsakendur hafi tjáð honum að hann megi eiga von á ákæru fyrir hryðjuverk. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu að dómurinn veki alvarlegar áhyggjur um misbeitingu rússneska dómskerfisins í pólitískum tilgangi. Talið er að Navalní gæti verið færður í enn strangara fangelsi líkt og rússneskir saksóknarar hafa kallað eftir. Þar muni hann þola enn meiri einangrun þar sem verður enn erfiðara fyrir hann að eiga í samskiptum við umheiminn. Þá muni hann geta tekið á móti færri gestum og þurfi að þola lengri einangrunarvistun. Dómurinn lengist og lengist Hinn 47 ára gamli Navalní hefur setið inni í Svarthöfrungafangelsi, afskekktu hámarksöryggisfangelsi við landamærin að Kasakstan, frá árinu 2021. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Í mars 2022 hlaut Navalní annan dóm, níu ára dóm vegna fjárdráttar og óhlýðni við lögmætan úrskurð dómstóls. Þeim dómi var lýst sem sýndarréttarhöldum af Amnesty International.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14 Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. 23. júní 2023 09:14
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14. júní 2022 22:23