Íslensku skátarnir yfirgefa alheimsmótið vegna fellibyls Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 07:29 Reynir Ólafsson, úr skátafélaginu Skjöldungum, er á meðal íslensku skátanna sem eru á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu. Hann virðist ekki láta hitann á sig fá. Sigrún María Bjarnadóttir/Selma Björk Hauksdóttir Íslenski hópurinn sem er á alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu hefur ákveðið að yfirgefa svæðið í kvöld vegna frétta af fellibylnum Khanun sem stefnir beint á mótssvæðið. Hitabylgja hefur leikið skáta mótsins grátt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu Ósk Valgeirsdóttur, skátahöfðingja. Þar segir að ákveðið hafi verið að rýma mótsvæðið í Suður-Kóreu á hádegi á morgun að kóreskum tíma vegna breytinga á stefnu fellibyls sem hefur leikið Japan grátt undanfarna daga og stefnir beint á mótssvæðið. Áætlað er að veðrið skelli á seinnipart fimmtudags og þá þurfi að vera búið að fjarlægja allt lauslegt af svæðinu. Íslenski hópurinn taki fréttum af fellibylnum af yfirvegun en hafi þó tekið ákvörðun um að yfirgefa svæðið strax í kvöld til að forðast mögulega óreiðu sem gæti skapast á morgun. Það henti hópnum einnig betur að pakka og ganga frá þegar sólin er ekki eins hátt á lofti. Það má segja að fellibylurinn sé punkturinn yfir i-ið á mótinu sem hefur gengið ansi brösulega fyrir sig. Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið mótsgesti á mótinu og yfir hundrað þátttakendur hafa örmagnast í hitanum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Mótið átti að fara fram frá 1. til 12. ágúst en nú er ljóst að vegna veðurs mun því ljúka fyrr. Í fyrradag yfirgáfu bandarískir og breskir skátar mótið vegna bágra aðstæðna en svo virðist sem svæðið hafi ekki höndlað að taka á móti þeim 50 þúsund skátum sem mættu til leiks. Yfirveguð en ætla fyrr heim Þá segir að íslenska fararstjórnin, með aðstoð frá Bandalagi íslenskra skáta, hafi verið með frátekin herbergi á heimavist í Seoul frá því að tvísýnt var hvort hægt var að klára mótið á sjálfu mótssvæðinu. Þau herbergi komi nú að góðum notum. Það hafi því verið auðvelt að fá rútur til þess að sækja hópinn og koma honum á áfangastað sem er sama heimavist og hópurinn gisti sína fyrstu daga á eftir komuna til Seoul. Fararstjórnir Íslands, Noregs og Danmerkur vinna náið saman í flutningi af svæðinu en þjóðirnar munu halda hópinn í Seoul. Hér fyrir neðan má sjá viðtal fréttastofu við fararstjóra íslenska hópsins í fyrradag.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Skátar Tengdar fréttir Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aðstæður mun betri á Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu Aðstæður á Alheimsmóti skáta í Saemangeum í Suður-Kóreu eru að sögn framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra skáta mun betri en síðustu daga. Íslensku skátarnir geti nú leitað sér athvarfs í háskóla í Seúl en þeir stefni ekki á að nýta sér þann kost sem stendur. 6. ágúst 2023 21:22