Gengu upp á fjall á versta tíma í gær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 11:40 Borgarbúar urðu flestir varir við eldingaveðrið í gær, enda voru þær ansi stórar líkt og þessi aðsenda mynd ber með sér sem tekin var í Grafarholti í Reykjavík í gær. Mikael Máni Snorrason Tveir fjallgöngugarpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykjaborg við Mosfellsbæ í blíðskaparverðri síðdegis í gær urðu að koma sér niður með snarhasti vegna mikils eldingaveðurs sem gerði skyndilega vart við sig í næsta nágrenni. „Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn. Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
„Við skoðuðum veðurspána áður en við lögðum af stað og litum til himins. Þá var auðvitað bara heiðskýrt og sól,“ segir Thelma Rún van Erven sem gekk upp á fjall ásamt vinkonu sinni Bergnýju Ármannsdóttur í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær barst veðrið innan úr landi með norðanátt til höfuðborgarsvæðisins. Veðurfræðingur sagðist mælast til þess að fólk haldi sig innandyra í slíku veðri. Þær Thelma og Bergný voru á svipuðum slóðum og eldingin sem fönguð var á myndinni í fréttinni hér fyrir neðan. Bongó blíða þegar þær lögðu af stað „Við göngum inn Húsadal við Mosfellsbæ um hálf fjögur leytið. Þá var veðrið fínt en þegar við komum innar í dalinn þá förum við að heyra drunur. Við hugsuðum báðar hvort þetta væru þrumur en hugsuðum með okkur að það gæti ekki verið. Það væru svo sjaldan þrumur á Íslandi!“ Þær hafi þá tekið eftir því að það hafi verið orðið ansi þungskýjað yfir Móskarðshnjúkum. Fyrir ofan þær hafi hinsvegar verið heiðskýrt og þær komnar hálfa leið og því ákveðið að klára gönguna. „Þegar við komum ofar þá heyrum við þetta alltaf koma nær. Svo þegar við erum akkúrat að toppa þá er eins og himin og jörð séu að farast. Ég hef aldrei heyrt svona háar þrumur. Okkur brá sjúklega mikið og það var nokkuð ljóst að það var kominn tími á að koma sér niður.“ Þær Thelma Rún og Bergný voru fljótar að koma sér niður þegar þær gerðu sér grein fyrir því að skollið væri á eldingaveður. Ekkert annað hafi verið í kring, enda mikill berangur uppi á Reykjaborg og þær vinkonur því líklega verið hæsti punkturinn á svæðinu, sem eldingar leita í. „Þannig að við löbbuðum svo bara rösklega niður og þá fór að hellirigna. En um leið og við vorum komnar aðeins neðar þá urðum við aðeins rólegri. Svo þegar við erum komnar í bílinn þá opnum við símann og sjáum fréttirnar af því fólk er beðið um að bíða með fjallgöngur og svakalega mynd af eldingu sem var bara þarna rétt fyrir aftan Reykjalund og við vorum einmitt sirka þar.“ Thelma segir veðrið svo hafa gengið yfir á örskömmum tíma. Þær vinkonur hafi farið í sund í Mosfellsbæ að göngu lokinni og þá var sólin mætt aftur á svæðið. Sól og blíða í upphafi ferðar, rétt áður en svört ský mættu. Thelma og Bergný segja skýin hafa verið fljót að fylla himininn.
Veður Fjallamennska Mosfellsbær Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“