„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 13:50 Eiríkur segist hafa áhyggjur af því hvaða hugmyndir um íslenskuna slíkar nafnabreytingar opinberi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. „Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní. Verslun Íslensk tunga Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Eitt og eitt heiti skiptir ekki máli þannig séð, en maður verður að horfa á þetta í samhengi og hvað svona nafnbreyting sýnir um hugmyndir okkar um íslensku og útlensku. Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ spyr Eiríkur í samtali við Vísi. Eins og komið hefur fram hyggst Rúmfatalagerinn breyta nafni sínu í JYSK, að danskri fyrirmynd, í lok september. Forsvarsmenn segja nafnbreytinguna síðasta skrefið í viðamiklum breytingum og segja nýja nafnið styðja áherslur sínar á aðrar vörur en rúmföt, þar sem Rúmfatalagerinn endurspegli ekki lengur vöruúrval. Um er að ræða enn eina breytinguna á íslenskum nöfnum á stuttum tíma en í júní var tilkynnt að sódavatnið Toppur yrði Bonaqua. Óheppilegt hugarfar „Svona einangruð dæmi skipta í raun engu máli. Það skiptir engu máli þó að einhver vara eins og Toppur eða eitthvert fyrirtæki eins og Rúmfatalagerinn breyti um nafn. Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er í raun og veru það sem liggur að baki. Þetta viðhorf, eða hugmynd eða trú að erlend heiti séu á einhvern hátt heppilegri og að íslensk heiti séu, að því er virðist, hallærisleg,“ segir Eríkur. Hann segir það hafa tíðkast um langa hríð hér á landi að fyrirtæki beri erlend nöfn, eða allt frá aldamótum 19. og 20. aldar hið minnsta. Það sé hinsvegar nýjung að nú taki fyrirtæki upp erlend nöfn, bæði á sér sjálfum og vörum sínum í stað íslenskra sem hefð sé fyrir. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum heldur en sjúkdómseinkennunum. Þetta bara ber vott um þetta hugarfar, sem er óheppilegt, að erlend heiti virki á einhvern hátt betur heldur en íslensk.“ Falli illa inn í íslenskuna Eiríkur segir að sér þyki nafnið JYSK sérlega óheppilegt þar sem ekki sé á hreinu hvernig eigi að bera það fram. Hvort segja eigi „Jisk“ með íslenskum áherslum eða „Jusk“ með þeim dönsku. „Þarna kemur náttúrulega upp þessi vandi, hvernig á að bera þetta fram? Eigum við að líta svo á að þetta sé íslenskt orð og bera Y- fram eins og i, eins og við gerum í íslenskum orðum og segja „Jisk,“ eða eigum við að líkja eftir dönskum framburði og segja „Jusk“ eða eitthvað svoleiðis? Þetta er nú strax eitt sem er óheppilegt, finnst mér við þessa breytingu og kannski ekki alveg úthugsað því hvernig sem þú berð það fram þá hljómar það einhvern veginn mjög undarlega og fellur ekki inn í málið.“ Eiríkur segir ljóst að Rúmfatalagerinn hafi selt töluvert meira en bara rúmföt um nokkurra ára skeið.„Ókei látum það gott heita en það er engin afsökun fyrir því að taka upp útlenskt heiti. Það hefði alveg eins verið hægt að finna eitthvað íslenskt sem þá hentar betur.“ Eiríkur ræddi nafnbreytingu sódavatnsins Topps í Bonaqua í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í lok júní.
Verslun Íslensk tunga Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira