Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 12:19 Eva Bergþóra Guðbergsdóttir er samskiptastjóri borgarinnar. Skjáskot/Reykjavíkurborg Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot
Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira