Fyrsti atvinnumaður Íslands í frisbígolfi: „Þetta er draumurinn“ Aron Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2023 07:30 Blær Örn Ásgeirsson, fyrsti og eini atvinnumaður Íslands í frisbígolfi til þessa Vísir/Einar Blær Örn Ásgeirsson fetar stíg sem enginn Íslendingur hefur áður fetað. Hann er okkar fyrsti atvinnumaður í frisbígolfi. „Þessi fyrstu skref hafa verið mjög skemmtileg, ég hef lært mjög mikið af þessu. Þetta hófst í rauninni allt í fyrra þegar að ég fór til Bandaríkjanna að keppa á Disc Golf Pro Tour og keppti þar allar helgar,“ segir Blær Örn í samtali við Vísi. „Það var mjög góð reynsla sem ég hef byggt á núna í sumar þar sem ég hef verið að keppa á Evróputúrnum og ferðast um alla Evrópu.“ Á nóg inni Blær hefur undanfarnar vikur verið í fríi frá keppni hér heima á Íslandi en hefur í dag leik á Alutaguse Open mótinu í Eistlandi sem er hluti af Evróputúrnum. „Á þessum fyrstu mótum á túrnum byrjaði ég frekar hægt en það gekk alltaf ágætlega. Fyrsta markmiðið hjá mér fyrir þessi mót hefur alltaf verið að ná í verðlaunafé en svo langar mig alltaf að vera þarna uppi á meðal tíu efstu keppenda. Mig langar að ná þeim sætum. Á undanförnum mótum hef ég verið rétt fyrir utan topp tíu, sem er allt í lagi þar sem ég hef verið að spila cirka á getu, en mér líður eins og ég eigi nóg inni og mun því reyna sína hvað í mér býr á næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Áhuginn kviknaði á Flateyri Blær Örn er brautryðjandi á sínu sviði hvað Íslendinga varðar, spennandi tilhugsun fyrir hann en á sama tíma þætti honum það gott að geta leitað til samlanda upp á ráð og félagsskap að gera. „Þetta er mjög spennandi en á sama tíma væri gaman að vera með fleiri Íslendinga í þessu, bara til að mynda upp á að ferðast með. Ég hef svolítið verið að leita til annarra keppenda frá Norðurlöndunum og þar á ég vini sem ég hef kynnst á undanförnum árum.“ En hvaðan kemur þessi áhugi Blæs á frisbígolfi? „Lengi vel var ég að æfa fótbolta en svo prófaði ég frisbígolf á Flateyri í fyrsta sinn og fann um leið hvað mér þótti það skemmtilegt. Ég sagði foreldrum mínum frá þessari reynslu og eitt leiddi af öðru. Ég fékk frisbígolfsett í afmælisgjöf, viku eftir það keppti ég á Íslandsmótinu og eftir það átti þessi íþrótt hug minn allan. Ég hætti í fótboltanum og sneri mér alfarið að þessu.“ Hausinn rétt skrúfaður á Hvaða eiginleikum þarf maður að búa yfir sem atvinnumaður í þessari íþrótt? „Það mikilvægasta er að vera með góðan haus. Þú ert ekki með neitt lið í kringum þig, ert alltaf aleinn á mótum og því skiptir hausinn og andlegt jafnvægi svona miklu máli. Þú þarft að búa yfir mikilli einbeitingu en á sama tíma ekki að ofhugsa hlutina eða stressa þig of mikið. Svo snýst þetta, eins og í öllum öðrum íþróttum um æfingar. Ég reyni bara að spila eins mikið og ég get dags daglega og er meðal annars með körfu í garðinum heima þar sem að ég get æft púttin sem eru mjög mikilvægur partur af leiknum. Svo þegar að maður er úti á túrnum þá fer tími manns mikið í að ferðast á milli landa, æfa fyrir mót og keppa á þeim. Þetta er ferli sem endurtekur sig aftur og aftur.“ Þeir bestu græða tá á fingri En hvernig er umhverfið í frisbígolf heiminum, er hægt að hafa það gott á því að vera atvinnumaður í íþróttinni? „Ef við skoðum þá bestu í heiminum, þá eru þeir að þéna mjög vel og skrifa undir samninga sem færir þeim yfir eina milljón dollara á ári í sinn hlut bara frá styrktaraðilum,“ svarar Blær en það jafngildir yfir 130 milljónum íslenskra króna. „Þá á eftir að taka inn í myndina verðlaunafé sem þeir vinna sér inn á mótum. Hvað mig varðar þá er ég ekki alveg á þeim stað núna. Ég hef mitt lifibrauð af þessu en þyrfti klárlega á fleiri styrktaraðilum að halda til að geta hafa þetta aðeins þægilegra. Tekjurnar fara að miklu leiti eftir því hversu vel þú ert að spila. Ef þú spilar vel allar helgar þá eru tekjurnar góðar, á sama skapi ef þú spilar illa þá eru tekjurnar í takt við það.“ Draumurinn rættist en þetta er bara byrjunin Eftir komandi mót í Eistlandi heldur Blær Örn á Evrópumótið sjálft. „Þar verða allir bestu spilarar Evrópu mættir. Ég kem síðan heim eftir það mót í fjóra daga og held síðan út á heimsmeistaramótið sem fer fram í Bandaríkjunum að þessu sinni. Ég verð þar í tæpar tvær vikur áður en ég sný aftur heim og fjórum dögum eftir það hefst Íslandsmótið. Dagskráin er því alveg þéttpökkuð en það er bara skemmtilegt.“ Því þetta er það sem Blær Örn stefndi alltaf að á sínum frisbígolf ferli, að verða atvinnumaður. „Þetta er draumurinn sem maður er að upplifa, alveg geggjuð tilfinning. Allar æfingarnar sem maður er búinn að leggja í þetta, það er gaman að sjá þær skila sér núna en mér finnst ég enn eiga nóg inni. Ég er ekki kominn á þann stað, sem ég vil vera á, enn þá. Þetta er því góð byrjun.“ Frisbígolf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Sjá meira
„Þessi fyrstu skref hafa verið mjög skemmtileg, ég hef lært mjög mikið af þessu. Þetta hófst í rauninni allt í fyrra þegar að ég fór til Bandaríkjanna að keppa á Disc Golf Pro Tour og keppti þar allar helgar,“ segir Blær Örn í samtali við Vísi. „Það var mjög góð reynsla sem ég hef byggt á núna í sumar þar sem ég hef verið að keppa á Evróputúrnum og ferðast um alla Evrópu.“ Á nóg inni Blær hefur undanfarnar vikur verið í fríi frá keppni hér heima á Íslandi en hefur í dag leik á Alutaguse Open mótinu í Eistlandi sem er hluti af Evróputúrnum. „Á þessum fyrstu mótum á túrnum byrjaði ég frekar hægt en það gekk alltaf ágætlega. Fyrsta markmiðið hjá mér fyrir þessi mót hefur alltaf verið að ná í verðlaunafé en svo langar mig alltaf að vera þarna uppi á meðal tíu efstu keppenda. Mig langar að ná þeim sætum. Á undanförnum mótum hef ég verið rétt fyrir utan topp tíu, sem er allt í lagi þar sem ég hef verið að spila cirka á getu, en mér líður eins og ég eigi nóg inni og mun því reyna sína hvað í mér býr á næstunni.“ View this post on Instagram A post shared by Blær O rn A sgeirsson (@blaer_orn) Áhuginn kviknaði á Flateyri Blær Örn er brautryðjandi á sínu sviði hvað Íslendinga varðar, spennandi tilhugsun fyrir hann en á sama tíma þætti honum það gott að geta leitað til samlanda upp á ráð og félagsskap að gera. „Þetta er mjög spennandi en á sama tíma væri gaman að vera með fleiri Íslendinga í þessu, bara til að mynda upp á að ferðast með. Ég hef svolítið verið að leita til annarra keppenda frá Norðurlöndunum og þar á ég vini sem ég hef kynnst á undanförnum árum.“ En hvaðan kemur þessi áhugi Blæs á frisbígolfi? „Lengi vel var ég að æfa fótbolta en svo prófaði ég frisbígolf á Flateyri í fyrsta sinn og fann um leið hvað mér þótti það skemmtilegt. Ég sagði foreldrum mínum frá þessari reynslu og eitt leiddi af öðru. Ég fékk frisbígolfsett í afmælisgjöf, viku eftir það keppti ég á Íslandsmótinu og eftir það átti þessi íþrótt hug minn allan. Ég hætti í fótboltanum og sneri mér alfarið að þessu.“ Hausinn rétt skrúfaður á Hvaða eiginleikum þarf maður að búa yfir sem atvinnumaður í þessari íþrótt? „Það mikilvægasta er að vera með góðan haus. Þú ert ekki með neitt lið í kringum þig, ert alltaf aleinn á mótum og því skiptir hausinn og andlegt jafnvægi svona miklu máli. Þú þarft að búa yfir mikilli einbeitingu en á sama tíma ekki að ofhugsa hlutina eða stressa þig of mikið. Svo snýst þetta, eins og í öllum öðrum íþróttum um æfingar. Ég reyni bara að spila eins mikið og ég get dags daglega og er meðal annars með körfu í garðinum heima þar sem að ég get æft púttin sem eru mjög mikilvægur partur af leiknum. Svo þegar að maður er úti á túrnum þá fer tími manns mikið í að ferðast á milli landa, æfa fyrir mót og keppa á þeim. Þetta er ferli sem endurtekur sig aftur og aftur.“ Þeir bestu græða tá á fingri En hvernig er umhverfið í frisbígolf heiminum, er hægt að hafa það gott á því að vera atvinnumaður í íþróttinni? „Ef við skoðum þá bestu í heiminum, þá eru þeir að þéna mjög vel og skrifa undir samninga sem færir þeim yfir eina milljón dollara á ári í sinn hlut bara frá styrktaraðilum,“ svarar Blær en það jafngildir yfir 130 milljónum íslenskra króna. „Þá á eftir að taka inn í myndina verðlaunafé sem þeir vinna sér inn á mótum. Hvað mig varðar þá er ég ekki alveg á þeim stað núna. Ég hef mitt lifibrauð af þessu en þyrfti klárlega á fleiri styrktaraðilum að halda til að geta hafa þetta aðeins þægilegra. Tekjurnar fara að miklu leiti eftir því hversu vel þú ert að spila. Ef þú spilar vel allar helgar þá eru tekjurnar góðar, á sama skapi ef þú spilar illa þá eru tekjurnar í takt við það.“ Draumurinn rættist en þetta er bara byrjunin Eftir komandi mót í Eistlandi heldur Blær Örn á Evrópumótið sjálft. „Þar verða allir bestu spilarar Evrópu mættir. Ég kem síðan heim eftir það mót í fjóra daga og held síðan út á heimsmeistaramótið sem fer fram í Bandaríkjunum að þessu sinni. Ég verð þar í tæpar tvær vikur áður en ég sný aftur heim og fjórum dögum eftir það hefst Íslandsmótið. Dagskráin er því alveg þéttpökkuð en það er bara skemmtilegt.“ Því þetta er það sem Blær Örn stefndi alltaf að á sínum frisbígolf ferli, að verða atvinnumaður. „Þetta er draumurinn sem maður er að upplifa, alveg geggjuð tilfinning. Allar æfingarnar sem maður er búinn að leggja í þetta, það er gaman að sjá þær skila sér núna en mér finnst ég enn eiga nóg inni. Ég er ekki kominn á þann stað, sem ég vil vera á, enn þá. Þetta er því góð byrjun.“
Frisbígolf Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Sjá meira