Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 16:32 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem bráðum eignast lítið systkini. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00
Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31
Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31
Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30