Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 10:40 Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður segir niðurstöðu nefndarinnar ekki í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira