Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:16 Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í fyrra og á því titil að verja. mynd/seth@golf.is Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti