Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. ágúst 2023 20:07 Herbergið hjá Alex Óla er fullt af bikurum og verðlaunapeningum, sem hann hefur fengið í samkvæmisdönsum með Ísabellu Birtu. Alex Óli hefur vakið mikla athygli eftir að hann sigraði í söngvakeppni barna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi. Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku. Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku.
Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira