Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 23:15 Litlu mátti muna þegar bílstjóri Eimskipa tók fram úr bíl á meðan bílaröð mætti úr gagnstæðri átt. vésteinn valgarðsson Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54
Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59