Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2023 20:06 Fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg 2023 er Suðurengi á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis. Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira