Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 13:07 Ekki er hægt að segja að enski bærinn Hastings minni of mikið á íslenskt sjávarþorp. Getty/Raimund Koch Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira