Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 18:38 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við vatnsauðlindina. Ljóst sé að vatn verði dýrarara í framtíðinni því það þurfi að sækja það um lengri veg. Vísir/Sigurjón Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún. Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún.
Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira