Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 13:00 Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að öll möguleg tilvik hatursglæpa séu tilkynnt lögreglu. Vísir/Arnar Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Hinsegin Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Hinsegin Lögreglan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira