Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 13:00 Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að öll möguleg tilvik hatursglæpa séu tilkynnt lögreglu. Vísir/Arnar Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Hinsegin Lögreglan Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Hinsegin Lögreglan Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira