Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2023 17:52 Daniel Sancho hefur viðurkennt að hafa myrt og bútað niður ástmann sinn Edwin Arrieto. Hann á dauðadóm yfir höfði sér. REUTERS Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu. Spánn Taíland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu.
Spánn Taíland Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira