Sölubann sett á til bjargar grágæsarstofninum Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að fækkað hefur í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. Vísir/Vilhelm Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar og sömuleiðis að flytja hana út. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð þessa efnis þar sem grágæsarstofninum hefur hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Um er að ræða breytingu á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Áfram verður þó heimilt að selja uppstoppaða gæs. Haft er eftir Guðlaugi Þór að fækkað hafi í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. „Með sölubanninu nú eru stigin skref til að vernda stofninn, sem vonandi duga til að hann taki við sér á ný og verður staðan metinn á ný að ári liðnu,“ segir Guðlaugur Þór. Grágæs. Stjr/Halldór Walter Stefánsson Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi grágæsarstofninum hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. „Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni. Í ljósi umræðu um hvernig eftirliti verði háttað með sölubanninu og ábendinga um að sölubannið muni hafa þau áhrif að grágæs verði seld sem heiðagæs bendir ráðuneytið á að veiðimaður hefur heimild til að selja villibráð sem hann veiðir sjálfur. Villibráðin þarf hins vegar að vera afhent óunnin í hamnum nema viðkomandi aðili hafi leyfi Matvælastofnunar til að verka hana og selja beint til neytenda. Ráðuneytið hvetur þá sem kaupa unna villibráð til að hafa þetta í huga við sín kaup til að tryggja að ekki sé um að ræða vöru unna úr grágæs. Þá er mikilvægt að neytendur séu vel upplýstir um uppruna þeirrar vöru sem þeir kaupa, hvort heldur sem er á veitingastöðum eða í matvöruverslunum. Unnið er að því að útfæra nánar eftirlit með sölubanninu. Það eftirlit mun meðal annars fela í sér sýnatökur og DNA greiningu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fuglar Dýr Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð þessa efnis þar sem grágæsarstofninum hefur hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Um er að ræða breytingu á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Áfram verður þó heimilt að selja uppstoppaða gæs. Haft er eftir Guðlaugi Þór að fækkað hafi í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. „Með sölubanninu nú eru stigin skref til að vernda stofninn, sem vonandi duga til að hann taki við sér á ný og verður staðan metinn á ný að ári liðnu,“ segir Guðlaugur Þór. Grágæs. Stjr/Halldór Walter Stefánsson Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi grágæsarstofninum hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. „Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni. Í ljósi umræðu um hvernig eftirliti verði háttað með sölubanninu og ábendinga um að sölubannið muni hafa þau áhrif að grágæs verði seld sem heiðagæs bendir ráðuneytið á að veiðimaður hefur heimild til að selja villibráð sem hann veiðir sjálfur. Villibráðin þarf hins vegar að vera afhent óunnin í hamnum nema viðkomandi aðili hafi leyfi Matvælastofnunar til að verka hana og selja beint til neytenda. Ráðuneytið hvetur þá sem kaupa unna villibráð til að hafa þetta í huga við sín kaup til að tryggja að ekki sé um að ræða vöru unna úr grágæs. Þá er mikilvægt að neytendur séu vel upplýstir um uppruna þeirrar vöru sem þeir kaupa, hvort heldur sem er á veitingastöðum eða í matvöruverslunum. Unnið er að því að útfæra nánar eftirlit með sölubanninu. Það eftirlit mun meðal annars fela í sér sýnatökur og DNA greiningu,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fuglar Dýr Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent