Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2023 18:23 Þröstur segir að Skógræktin muni gera eindregna tillögu um að aðrar trjáplöntur verði gróðursettar í staðinn fyrir hávaxin tré. Magnús Hlynur Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. „Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Við myndum leggja til mótvægisaðgerðir. Að gerð yrði áætlun um að gróðursett yrðu lágvaxnari tegundir í staðinn,“ segir Þröstur. Ef fella á tré á meira en hálfum hektara lands þarf Skógræktin að gefa leyfi. Aðspurður um hvort að Skógræktin myndi gera þetta að kröfu jánkar Þröstur því. Það er að segja að Skógræktin myndi gera þetta að „eindreginni tillögu.“ Borgarbúar vilji skóg í Öskjuhlíð Eins og fram kom í dag hefur ISAVIA krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíðinni verði felld vegna flugöryggissjónarmiða. Þetta eru elstu og hæstu trén sem standa á suðvestur hluta hlíðarinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar grisjað vel á annað hundrað tré en er treg til að fella svo mörg til viðbótar. „Trén skapa skjól og trén skapa umhverfi fyrir fólk. Íbúar Reykjavíkurborgar vilja hafa þetta svæði sem útivistarsvæði. Ef stór hluti trjánna yrði felldur í einu myndi svæðið líta út eins og rjúkandi rúst,“ segir Þröstur. Hann segir að verðmæti trjánna í Öskjuhlíðinni séu fyrst og fremst fólgin í útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Vissulega sé einnig kolefnisbinding í þeim en það sé þó ekki stóra málið í þessu samhengi. Svæðið sé ekki það stórt. Reynir og fura í staðinn Þröstur segir að Skógræktin muni gefa ráð og álit ef eftir því verði leitað. Hann telur ekki rétt að ganga lengra en þurfi gagnvart skóginum í Öskjuhlíð og segir gott að Reykjavíkurborg sé treg til að fella trén. Hins vegar segist hann skilja vel að það þurfi að fást við öryggisatriði þegar komi að flugi. „Ég geri ráð fyrir að mestu vandamálin séu vegna sitkagrenis og kannski Alaska-aspar. Það eru þær tegundir sem verða hæstar. Það er fullt af trjátegundum sem verða ekki svona há,“ segir Þröstur. Nefnir hann til dæmis birki og ýmsar tegundir af reynivið og furu. „Það er allt mögulegt til til að búa til fjölbreyttan útivistarskóg. En þá þarf einhver að gróðursetja hann,“ segir Þröstur. Ekki sé rétt að fella allt saman í einu heldur fella hluta og gróðursetja í eyðurnar. Svo, einhverjum árum seinna, fella annan hluta og gróðursetja þar og svo koll af kolli. Gera þurfi áætlun til langrar framtíðar um skóglendið í Öskjuhlíð.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Tré Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira