Slíta hlutabréfasjóðnum Akta Atlas eftir brotthvarf Davíðs
![Davíð Stefánsson var sjóðstjóri blandaðra og erlendra hlutabréfasjóða hjá Akta í sex ár.](https://www.visir.is/i/9E87AF53E41DA1FA482107CF715CF3805366A9F8ABB96079950DFBF1E5BA7D35_713x0.jpg)
Hlutabréfasjóðnum Akta Atlas, sem var stofnaður fyrir þremur árum og fjárfestir einkum í erlendum hlutabréfum, hefur verið slitið en sjóðurinn hafði minnkað verulega að stærð á síðustu misserum. Ákvörðun um slit sjóðsins kemur á sama tíma og sjóðstjóri hans hætti hjá Akta og réð sig yfir til VEX.