Það var viðhöfn þegar Bóbó kom heim með sendibíl í hádeginu úr Reykjavík þar sem hann hefur átt heima frá því að hann flutti úr Hveragerði á sínum tíma. Allur ágóðinn sem fer í Bóbó mun renna til Einstakra barna.
„Já, hann er komin aftur en hann átti heima í Eden í gamla daga. Við erum rosalega glöð að sjá hann og hann er hjartanlega velkomin aftur í Hveragerði. Hann ætlar að sprella og hafa gaman í Blómaborg um helgina og taka brosandi á móti öllum þeim, sem vilja hitta hann,” segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
„Ég man eftir honum í Eden í gamla daga þegar hann var að spyrja mann hvort maður vildi heyra brandara og svona,” bætir Jóhanna Ýr við.
En hann talar bara ensku.
„Já, hann talar rosalega góða ensku en það er spurning hvort Lilja Alfreðs eða Bubbi vilja bara ekki taka hann í íslenskutíma. Ég er alveg viss um að þau séu til í það,” segir Jóhanna Ýr hlægjandi.

Og Jóhanna segir að það verði mikið um að vera í Hveragerði alla helgina.
„Blómastrandi dagar í Hveragerði já, þetta verður frábær helgi þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.”
