„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 22:17 Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum. Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Tilkynning um brunann við Hvaleyrarbraut barst klukkan eitt í gær en um er að ræða iðnaðarhús með ósamþykktum íbúðum. Íbúar voru þrettán talsins og munu þeir allir nú þurfa að leita sér skjóls annars staðar enda er húsið gjöreyðilagt. Húsið var á lista slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu yfir iðnaðarhúsnæði þar sem var búseta og stóð til að fara yfir brunavarnir þar á næstunni. Ljóst er að ef brunavarnir voru einhverjar í húsinu, þá virkuðu þær ekki sem skyldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hræðilegt að fólk þurfi að búa í ósamþykktum íbúðum til þess að hafa þak yfir höfði sér. „Hversu mikið af fólki sem annars gæti mögulega verið á leigumarkaði væri umhverfið eðlilegra, hrekst í svona óleyfis búsetu? Ástandið er óþolandi og í ástandi sem þessu er það alltaf þau sem hafa lægstu tekjurnar, eru jaðarsettust, sem eru útsettust fyrir því að verða mögulega fórnarlömb í svona hrikalegum harmleik eins og þetta er,“ segir Sólveig. Hún segir ósamþykktu íbúðirnar vera svartan blett á samfélaginu og vill meina að lítið hafi breyst frá því að eldsvoðinn við Bræðraborgarstíg áttu sér stað fyrir þremur árum síðan. „Það eru þrjú ár síðan þrjár ungar manneskjur létu lífið við hræðilegar aðstæður, hvað hefur breyst síðan þá? Ekki neitt. Hlutirnir hafa einfaldlega versnað. Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand,“ segir Sólveig. Enginn pólitískur vilji sé til staðar fyrir því að bæta ástand verka- og láglaunafólks. „Ef það væri raunverulegur pólitískur vilji til staðar, ef íslensk valdastétt væri ekki algjörlega búin að aðskilja sig frá veruleika verka- og láglaunafólks þá að sjálfsögðu væri löngu búið að gera eitthvað í þessum málum. En eins og öllu sem snýr að lífskjörum verka- og láglaunafólks sjáum við það að það er ekkert hægt að gera, en það er alltaf hægt að gera fyrir þau sem ofar eru í samfélaginu,“ segir Sólveig að lokum.
Stéttarfélög Húsnæðismál Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22 Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Bruninn ekki rannsakaður sem sakamál Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 21. ágúst 2023 12:22
Myndir frá vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt. 21. ágúst 2023 10:49