Arna Ýr og Vignir vænta þriðja barnsins: „Smá brúðkaupsferðarglaðningur“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. ágúst 2023 10:21 Arna Ýr og Vignir tilkynntu um komu þriðja barnsins á samfélagsmiðlum sínum. Instagram Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi og Vignir Þór Bollason kírópraktor eiga von á þriðja barni sínu en parið gifti sig fyrr í sumar. Fyrir eiga þau tvö börn. Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kíróprakt ásamt Guðmundi Birgissyni, betur þekktur sem Gummi kíró. Parið vakti mikla athygli þegar það deildi myndbandi af fæðingu yngri sonar síns sem fæddist í rósabaði í stofunni heima en fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019. Sonurinn, Nói, fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021 og er því tveggja ára. Von er á litla krílinu í febrúar á næsta ári en parið tilkynnti heldur snemma um meðgönguna því Arna er einungis komin átta vikur á leið. Sjálf segist hún gríðarlega spennt og hafi því viljað deila gleðifréttunum sem allra fyrst en parið gekk í hjónaband fyrr í sumar og eyddu hveitibrauðsdögunum í draumkenndu fríi við ítalskar strendur. Vilja fara öðruvísi leið Í fallegri færslu á Instagram deila hjónin fréttunum sem þau birtu í formi reels en þar segja þau: Eins og þið sáuð eigum við von á barni númer þrjú. Smá Ítalíu brúðkaupsferðarglaðningur sem kom með okkur heim. Yndislegt, við erum komin stutt en viljum vekja athygli á að því það má tilkynna snemma og ef eitthvað myndi gerast myndum við pott þétt deila því þetta er gangur lífsis. Plús það að það hefur verið erfitt áður fyrr að líða illa og þurfa að skýla sér á bakvið brosandi grímu og allt þetta. Við viljum fara öðruvísi leið að þessu og sýna að það er flott að gera þetta hvernig sem er. Lífið tekur mann í allar áttir og þetta litla kríli er hjartanlega velkomið. Óvíst er þó hvort hjónin hafi vitað um laumufarþegann meðan á ferðinni stóð en ljóst er að það verður mikið fjör á heimilinu á komandi tímum. Tímamót Börn og uppeldi Tengdar fréttir Brúðkaupsferð fegurðardrottningar draumi líkust Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar Vignir Þór Bollason kírópraktor eru stödd í brúðkaupsferð á Ítalíu. Parið nýtur lífsins við Como vatn á Norður-Ítalíu. 11. júlí 2023 20:02 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017. Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kíróprakt ásamt Guðmundi Birgissyni, betur þekktur sem Gummi kíró. Parið vakti mikla athygli þegar það deildi myndbandi af fæðingu yngri sonar síns sem fæddist í rósabaði í stofunni heima en fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019. Sonurinn, Nói, fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021 og er því tveggja ára. Von er á litla krílinu í febrúar á næsta ári en parið tilkynnti heldur snemma um meðgönguna því Arna er einungis komin átta vikur á leið. Sjálf segist hún gríðarlega spennt og hafi því viljað deila gleðifréttunum sem allra fyrst en parið gekk í hjónaband fyrr í sumar og eyddu hveitibrauðsdögunum í draumkenndu fríi við ítalskar strendur. Vilja fara öðruvísi leið Í fallegri færslu á Instagram deila hjónin fréttunum sem þau birtu í formi reels en þar segja þau: Eins og þið sáuð eigum við von á barni númer þrjú. Smá Ítalíu brúðkaupsferðarglaðningur sem kom með okkur heim. Yndislegt, við erum komin stutt en viljum vekja athygli á að því það má tilkynna snemma og ef eitthvað myndi gerast myndum við pott þétt deila því þetta er gangur lífsis. Plús það að það hefur verið erfitt áður fyrr að líða illa og þurfa að skýla sér á bakvið brosandi grímu og allt þetta. Við viljum fara öðruvísi leið að þessu og sýna að það er flott að gera þetta hvernig sem er. Lífið tekur mann í allar áttir og þetta litla kríli er hjartanlega velkomið. Óvíst er þó hvort hjónin hafi vitað um laumufarþegann meðan á ferðinni stóð en ljóst er að það verður mikið fjör á heimilinu á komandi tímum.
Tímamót Börn og uppeldi Tengdar fréttir Brúðkaupsferð fegurðardrottningar draumi líkust Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar Vignir Þór Bollason kírópraktor eru stödd í brúðkaupsferð á Ítalíu. Parið nýtur lífsins við Como vatn á Norður-Ítalíu. 11. júlí 2023 20:02 Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00 Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Brúðkaupsferð fegurðardrottningar draumi líkust Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar Vignir Þór Bollason kírópraktor eru stödd í brúðkaupsferð á Ítalíu. Parið nýtur lífsins við Como vatn á Norður-Ítalíu. 11. júlí 2023 20:02
Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19
Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30. september 2021 15:00