Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. ágúst 2023 14:03 Momoa þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa spriklað við strendur Djúpavíkur. Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. „Í sumar tók Ísland hugrakka ákvörðun, þann 20. júní, um að stöðva hvalveiðar í allt sumar vegna áhyggja af dýravelferð,“ segir Momoa í skilaboðum sem leikkonan Hera Hilmarsdóttir birtir á samfélagsmiðlum. En Hera hefur verið ein af þeim sem berjast gegn hvalveiðum hér á íslandi. „Hvalir voru veiddir með sprengiskutlum, sumir kvöldust í allt að tvo klukkutíma áður en þeir drápust. Tveir þriðju hvalkýr og margar þeirra þungaðar,“ segir Momoa í því sem hann kallar mikilvæg skilaboð varðandi það sem sé að gerast á Íslandi. Tignum þessi fallegu dýr Momoa, sem er frá Hawaii eyjum, þekkir ágætlega til hér á Íslandi en hann hefur komið hingað til að taka upp atriði sem ofurhetjan Aquaman. View this post on Instagram A post shared by Hera Hilmar (@herahilmar) Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Momoa tjáir sig um hvalveiðar Íslendinga en hann setti inn færslu um málefnið í maí, áður en hvalveiðibannið var sett á. Vakti það töluverða athygli. „Íslenska ríkisstjórnin er núna að ákveða hvort að hún eigi að framlengja veiðibannið út september, restina af veiðitímabilinu,“ segir Momoa í lok skilaboðanna. „Ég hvet Íslendinga til að halda í veiðibannið og hætta hvalveiðum alfarið og ég styð þá Íslendinga sem eru að berjast fyrir heilbrigðum höfum og fyrir hvalina. Tignum þessi fallegu dýr og verðum réttu megin í mannkynssögunni.“ Hvalveiðar Hvalir Hollywood Tengdar fréttir Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Í sumar tók Ísland hugrakka ákvörðun, þann 20. júní, um að stöðva hvalveiðar í allt sumar vegna áhyggja af dýravelferð,“ segir Momoa í skilaboðum sem leikkonan Hera Hilmarsdóttir birtir á samfélagsmiðlum. En Hera hefur verið ein af þeim sem berjast gegn hvalveiðum hér á íslandi. „Hvalir voru veiddir með sprengiskutlum, sumir kvöldust í allt að tvo klukkutíma áður en þeir drápust. Tveir þriðju hvalkýr og margar þeirra þungaðar,“ segir Momoa í því sem hann kallar mikilvæg skilaboð varðandi það sem sé að gerast á Íslandi. Tignum þessi fallegu dýr Momoa, sem er frá Hawaii eyjum, þekkir ágætlega til hér á Íslandi en hann hefur komið hingað til að taka upp atriði sem ofurhetjan Aquaman. View this post on Instagram A post shared by Hera Hilmar (@herahilmar) Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Momoa tjáir sig um hvalveiðar Íslendinga en hann setti inn færslu um málefnið í maí, áður en hvalveiðibannið var sett á. Vakti það töluverða athygli. „Íslenska ríkisstjórnin er núna að ákveða hvort að hún eigi að framlengja veiðibannið út september, restina af veiðitímabilinu,“ segir Momoa í lok skilaboðanna. „Ég hvet Íslendinga til að halda í veiðibannið og hætta hvalveiðum alfarið og ég styð þá Íslendinga sem eru að berjast fyrir heilbrigðum höfum og fyrir hvalina. Tignum þessi fallegu dýr og verðum réttu megin í mannkynssögunni.“
Hvalveiðar Hvalir Hollywood Tengdar fréttir Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23. maí 2023 07:41