Þriðju gullverðlaun Lyles og Duplantis vann örugglega Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 19:59 Noah Lyles gefur merki um gullin þrjú um leið og hann kemur í mark í boðhlaupinu. Vísir/Getty Svíinn Armand Duplantis vann öruggan sigur í stangarstökki karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Bandaríkin unnu tvöfalt í boðhlaupum kvöldsins. Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki karla síðustu misserin og setti einmitt heimsmet á heimsmeistaramótinu í fyrra þegar hann stökk 6,21 metra. Hann stökk 6,22 metra innanhúss í vetur og átti sigurinn vísan í kvöld. Gullið var líka aldrei í hættu. Þegar Duplantis komst einn yfir 6,10 metra ákvað hann að reyna við 6,23 metra og reyna að slá heimsmet. Það tókst ekki og hann var aldrei neitt sérstaklega nálægt því að fara yfir. Ernest Obeina frá Filipseyjum stökk hæst 6 metra slétta og náði silfri og Kurtis Marschall náði bronsinu með sínu besta stökki á ferlinum upp á 5,95 metra. Armand Duplantis fagnar hér gullinu ásamt unnustu sinni.Vísir/Getty Bandaríkin hrósuðu sigri í kúluvarpi kvenna en Chase Ealey kastaði lengst allra með kasti upp á 20,43 metra sem er það besta á tímabilinu hjá henni. Sarah Mitton kastaði 20,08 metra og náði silfrinu og hin margreynda Lijiao Gong frá Kína rétt svo náði bronsinu en bæði hún og Auriol Dongmo frá Portúgal köstuðu 19,69 metra. Gong átti hins vegar betra næstlengsta kast og fær því bronsið. Kanadamaðurinn Marco Arop kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla á tímanum 1.44,24 mínútur. Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa fékk silfrið og Ben Pattison frá Bretlandi bronsið. Sifan Hassan og Faith Kipygon komu fyrstar í mark í 5000 metra hlaupi kvenna.Vísir/Getty Í 5000 metra hlaupi kvenna vann heimsmetshafinn Faith Kipyegon nokkuð öruggan sigur. Hún leiddi nær allan tímann og kom í mark á undan Sifan Hassan frá Hollandi og Betrice Chebet frá Kenýa. Þær voru þrjár fyrstar og lítil barátta um verðlaunapeningana þrjá. Síðasta greinar kvöldsins voru síðan 4x100 metra hlaup karla og kvenna, greinar sem oft er beðið með mikilli eftirvæntingu. Í hlaupi karlasveitanna var það Noah Lyles sem tryggði sigurinn fyrir Bandaríkjamenn og náði þar með í þriðju gullverðlaun sín á mótinu. Noah Lyles is a triple threat! #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/fKe6E2GGhX— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) August 26, 2023 Ítalir náðu silfrinu með frábærum lokaspretti Filippo Tortu og Jamaíka rétt náði bronsinu á undan Bretum sem sátu eftir með sárt ennið aðeins fjórum hundraðshlutum á eftir. Hjá konunum kom bandaríska sveitin fyrst í mark á nýju meistaramótsmeti en athygli vakti að Elaine Thompson-Herah hljóp ekki úrslitahlaupið fyrir Jamáika eftir að hafa hlaupið vel í undankeppninni. Bandaríska sveitin gerði allt rétt og þær Tamari Davis, Twanisha Terry, Gabrielle Thomas og Sha´Carri Richardsson tryggðu því Bandaríkjunum tvöfaldan sigur í boðhlaupum kvöldsins. Jamaíka fékk silfrið og Bretland var í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira