„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 22:00 Danijel Dejan Djuric var afar ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. „Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01