Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 13:24 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11