Villeneuve til í þriðju myndina Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 17:02 Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis. Í nýlegu viðtali við Empire segir leikstjórinn að hann langi að gera þríleik. Villeneuve vísaði til þess að Herbert hefði skrifað Messiah vegna þess að svo margir hefðu álitið Paul Atreides vera hetju og að þriðja myndin myndi vera í takt við það að saga Muadib væri viðvörun. Hann sagðist ekki tilbúinn til að gera fleiri kvikmyndir en þrjár, þar sem framhaldsbækurnar yrðu svo dulspekilegar. Hvort þriðja myndin verði framleidd eða ekki veltur á miðasölu fyrir aðra myndina en Villeneuve sagðist vera byrjaður á handriti. Fyrsta kvikmynd Villeneuve um Dune, sem frumsýnd var árið 2021, vakti töluverða lukku en seinni myndin, Dune: Part Two, verður ekki frumsýnd fyrr en í mars á næsta ári. Frumsýningunni var frestað til 15. mars vegna verkfalla í Hollywood. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Í nýlegu viðtali við Empire segir leikstjórinn að hann langi að gera þríleik. Villeneuve vísaði til þess að Herbert hefði skrifað Messiah vegna þess að svo margir hefðu álitið Paul Atreides vera hetju og að þriðja myndin myndi vera í takt við það að saga Muadib væri viðvörun. Hann sagðist ekki tilbúinn til að gera fleiri kvikmyndir en þrjár, þar sem framhaldsbækurnar yrðu svo dulspekilegar. Hvort þriðja myndin verði framleidd eða ekki veltur á miðasölu fyrir aðra myndina en Villeneuve sagðist vera byrjaður á handriti. Fyrsta kvikmynd Villeneuve um Dune, sem frumsýnd var árið 2021, vakti töluverða lukku en seinni myndin, Dune: Part Two, verður ekki frumsýnd fyrr en í mars á næsta ári. Frumsýningunni var frestað til 15. mars vegna verkfalla í Hollywood.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira