Óhappið átti sér stað á laugardag. Marðist Scholz á andliti og aflýsti dagskrá sinni í gær. Hann átti að koma fram á viðburðum í sambandslandinu Hesse í tengslum við sambandslandskosningar sem fara fram þar 8. október, að sögn Deutsche Welle.
Scholz, sem er 65 ára gamall, er sagður við ágæta heilsu þrátt fyrir byltuna. Hann á annasama viku fyrir vændum. Á miðvikudag á hann að kynna fjárlög ríkisstjórnarinnar og á föstudag flýgur hann til Nýju Delí á Indlandi til að vera viðstaddur G20-fund.
Létt virtist yfir Scholz þegar hann birti mynd af sjálfum sér með lepp fyrir hægra augana á samfélagsmiðlinum Instagram í morgun. Þar sagðist hann búast við því að gert yrði grín að honum og að hann biði eftir að vera gerður að minni (e. meme) á samfélagmiðlum.
„Takk fyrir batakveðjurnar. Þetta lítur verr út en það er!“ sagði í færslu Scholz.
Kanslarinn var ekki mikið fyrir íþróttir á sínum yngri árum. Hann segir að Britta Ernst, eiginkona sín, hafi kynnt hann fyrir skokki og hann reyni nú að skokka á hverjum degi.