„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. september 2023 19:14 Aðgerðarsinninn Nic var handtekin þegar hún fór inn fyrir merktan lögregluborða á mótmælunum í dag. Vísir/Arnar Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“ Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“
Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira