Milljarða framkvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2023 20:05 Guðrún með númeraplötuna, sem fangarnir gáfu henni í tilefni af heimsókninni á Litla Hraun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira