Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2023 14:01 Aron Pálmarsson í leik með FH tímabilið 2008-09. fh Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira