„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira