Fær brjóstaminnkun ekki niðurgreidda vegna samningsdeilna lækna við SÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. september 2023 15:14 Indíana Rós segist ekki geta beðið með að fara í brjóstaminnkunaraðgerð þar til samningaviðræður lækna og Sjúkratrygginga Íslands séu yfirstaðnar. Aðgerðin sé það nauðsynleg. Vísir/Vilhelm/Sunna Ben Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur þarf að greiða tæpa milljón fyrir brjóstaminnkunaraðgerð vegna samningsdeilna milli Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Ekki fæst niðurgreiðsla fyrir aðgerðina meðan samningsdeilur standa yfir. Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá. Indíana segir frá aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Í apríl segist hún hafa bókað tíma hjá lýtalækni til þess að fara í brjóstaminnkun, sem hún hafði upprunalega ætlað í árið 2021 en þurft að fresta vegna skyndilegrar meðgöngu. Um leið hafi hún farið að kynna sér niðurgreiðsluferli. Tveimur dögum áður en hún hitti lýtalækninn sinn í júní var tilkynnt um nýjan samning Sjúkratrygginga við sérgreinalækna. Samkvæmt honum fengi hún kostnaðinn niðurgreiddan ef hún fengi samþykki frá sjúkratryggingum. Samningurinn skyldi taka gildi 1. september. „Þegar kemur að viðtalstímanum þá sé ég þennan samning og hugsa, geggjað! Ef ég fæ þetta samþykkt þá þarf ég ekki að borga nema 31 þúsund krónur,“ segir Indíana, en 31 þúsund krónurnar eru hámarksfjárhæð sem einstaklingur þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu mánaðarlega. „Svo fæ ég samþykkta greiðsluþátttöku í byrjun ágúst frá sjúkratryggingum, af því að ég uppfyllti öll skilyrðin sem þarf að uppfylla,“ segir Indíana. Síðar segist hún hafa hringt í sjúkratryggingar og spurt hversu mikið hún þyrfti að borga og hún verið fullvissuð um að aukagjöldin fyrir aðgerðina yrðu engin. „Ég heyri í Klíníkinni, af því að ég er að fara í aðgerðina hjá þeim, og spyr hvað ég sé að fara að borga fyrir aðgerðina, og hún segir að niðurgreiðslan sé milli tvö og þrjú hundruð þúsund og ég þurfi að borga um sex hundruð þúsund sjálf,“ segir Indíana. „Sem voru svolítið misvísandi upplýsingar þannig að ég heyri aftur í sjúkratryggingum.“ Þar hafi henni aftur verið tjáð að hún þyrfti sannarlega ekki að borga neitt aukalega fyrir aðgerðina. Ekki hægt að bíða Í gær kveðst Indíana aftur hafa heyrt í Klíníkinni og fengið þær upplýsingar um að lýtalæknarnir þar sem framkvæma brjóstaminnkunaraðgerðir hafi ekki gert samning við sjúkratryggingarnar vegna þess að greiðsluskráin sem þeir eigi að fara eftir sé of lág. Þannig geti hún ekki nýtt sér greiðsluþátttökuna vegna þess að læknarnir eru ekki á samningi við Sjúkratryggingar. „Nú eru samstarfsnefnd Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga að skoða þessa verðskrá, og þangað til að þeir eru búnir að finna út úr því þá vilja lýtalæknar ekki gera samning. Þannig að maður lendir inn á milli,“ segir Indíana. Hún segir óvissu ríkja um hve langan tíma samningaviðræðurnar muni taka og því geti hún ekki tekið áhættuna á að bíða lengur. Aðgerðin sé það nauðsynleg. „Hefur mikil áhrif á líf mitt“ „Ég er hjá sjúkraþjálfara vikulega út af bakinu á mér. Og brjóstin hafa þar alveg gríðarlega mikil áhrif. Ef ég fer ekki í aðgerð þá held ég áfram að vera hjá sjúkraþjálfara sem kostar sjúkratryggingar pening,“ segir Indíana. Þá sé hún líka að fá verkjalyfjakostnað niðurgreiddan. „Þá má segja að þeir séu að spara sér eyrinn til að kasta krónunni.“ „Það er milljón sem ég þarf núna að punga út,“ segir Indíana. „Ég er að koma úr átján mánaða fæðingarorlofi af því að strákurinn minn var bara að fá leikskólapláss núna.“ Því segist hún þurfa að taka yfirdrátt og þannig muni heildarkostnaður með vöxtum nema allt að 1,2 milljónum. Indíana segist ekki geta beðið með aðgerðina, enda viti hún ekki hversu lengi samningsdeilurnar muni standa og hvernig muni fara. „Þetta hefur það mikil áhrif á líf mitt. Ég ætlaði að gera þetta fyrir tveimur árum, og þá var ég búin að draga þetta alltof lengi. Þannig að núna er staðan bara þannig.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira