„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 23:30 Kári Árnason fór yfir varnarleik Íslands gegn Lúxemborg. Vísir Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira