Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. september 2023 13:30 Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Got This Thing. Juliette Rowland „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira