Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 20:54 Hákon Arnar í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira