„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2023 21:20 Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira