„Við vorum slakir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 11. september 2023 22:10 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Önnur umferð Olís-deildar karla fór af stað með stórleik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur atriði sem megi bæta í leik sinna manna. „Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við. Olís-deild karla Valur FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við.
Olís-deild karla Valur FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira