Lífið

Hildur selur íbúðina í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hildur Kristín vakti töluverða athygli með lagið Bammbaramm árið 2017.
Hildur Kristín vakti töluverða athygli með lagið Bammbaramm árið 2017.

„Frábær fyrsta eign með garði og allt. Hentar vel sem fyrsta eign og góð fyrir gæludýr,“ skrifar tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir á samfélagsmiðla og deilir eigninni með fylgjendum sínum.

Eignin sem um ræðir er rúmlega 60 fermetra íbúð á jarðhæð við Mávahlíð 9 í Reykjavík. Ásett verð er 52,9 milljónir.

Í lýsingu eignarinnar á fasteginavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í eitt svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og rúmgóða stofu. 

Eldhúsið er með smart svartri eldhúsinnéttingu og leðurhöldum.Fasteignaljósmyndun
Stofan er björt og smekkleg.Fasteignaljósmyndun
Stofan er smekklega innréttuð á mínimalískan hátt.Fasteignaljósmyndun
Gengið er inn í rúmgott og hol.Fasteignaljósmyndun
Baherbergi er flísalagt með baðkari.Fasteignaljósmyndun
Svefnherbergið er rúmgott með góðum fataskápum.Fasteignaljósmyndun
Gengið er út úr íbúðinni á hellulagða verönd.Fasteignaljósmyndun

Hildur er önnur tveggja meðlima í hljómsvetinni RED RIOT. Með henni er Ragna Kjartansdóttir en báðar hafa þær vakið athygli fyrir sólóverkefni sín. Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. 

Hildur vakti tölverða athygli í Söngvakeppninni sjónvarpsins árið 2017 með lagið Bammbaramm, og 2015 þar sem hún var hluti af rafdúettnum Sunday sem flutti lagið Fjaðrir, eða Feathers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.