Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. september 2023 20:00 Þingmenn klæddust sínu fínasta pússi við Þingsetningu í dag og voru bæði litir og munstur áberandi. Samsett/Hulda Margrét Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn. Litagleðin naut sín sannarlega í ár eins og áður og voru munstraðar flíkur sömuleiðis áberandi. Þá voru þingmenn margir hverjir í íslenskri hönnun. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá fatavali nokkurra þingmanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-,orku- og loftslagsráðherra, klæddist dökkgráum jakkafötum með blátt bindi í stíl við flokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var í grænu setti frá íslenska hönnuðinum MAGNEU og rúllukraginn undir er frá Issey Miyake. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, klæddist í skyrtu frá danska hönnuðinum Stine Goya og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í dökkbláum jakkafötum með rauðtóna bindi og regnbogasokkum sem voru skilaboð um fjölbreytileikann. Ráðherrar með stíl! Guðlaugur Þór, Þórdís Kolbrún, Lilja Dögg og Guðmundur Ingi. Vísir/Hulda Margrét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra klæddist skóm frá íslenska skómerkinu Kalda, pilsi frá versluninni Sentrum á Egilsstöðum og jakkinn er frá danska merkinu samsoe samsoe og keyptur í versluninni GK Reykjavík. Í fyrra var Áslaug svartklædd frá toppi til táar en bleiki liturinn hefur náð til hennar í ár enda ómótstæðilegur að mati margra tískuunnenda. Áslaug Arna í pilsi frá Egilsstöðum.Vísir/Hulda Margrét Viðreisnarkonan Hanna Katrín valdi svart og hvítt og flokksbróðir hennar Sigmar Guðmundsson var í bláum jakkafötum með blátt bindi í stíl. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, skartaði ljósbleikum jakka og skóm í stíl. Að hennar sögn fór hún innarlega í fataskápinn sinn og náði í sitt lítið af hverju af gömlum flíkum. Skórnir eru sjö ára gamlir frá Stewart Weitzman. Pilsið er gamalt og gott taupils sem hefur hann eiginleika að geta stækkað og minnkað með eigandanum. Jakkinn er fimm ára frá Esperit. Skyrtan er um fimmtán ára gömul, vel nýtt og mikið tekin að sögn Þorgerðar. Regnbogaeyrnalokkarnir eru svo íslensk hönnun frá Dálæti. Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson, öll hjá Viðreisn. Hulda Margrét/Vísir Jódís Skúladóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, báðar hjá Vinstri grænum, eru óhræddar við líflegar og munstraðar flíkur. Bjarkey klæddist grænum og rauðum jakka en hún deildi því með blaðamanni að jakkinn er saumaður í Kongó þar sem dóttir hennar var að vinna hjá Læknum án landamæra og verslaði gjarna við innfædda. Jódís klæðist kjól frá KronKron.Vísir/Hulda Margrét Framsóknarkonan Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skartaði ljósbláum síðkjól. Halla Signý Kristjánsdóttir mætti í grænu í stíl við flokk sinn, Framsóknarflokkinn, og Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokknum, klæddist bleikum jakka og munstruðum svart hvítum kjól. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingarkonan Kristrún Frostadóttir var í dökkfjólublárri dragt í 70's stíl sem hefur verið einstaklega vinsæll í ár. Logi Einarsson var í dökkbláum jakkafötum með rautt bindi og sömuleiðis Jóhann Páll Jóhannsson í bakgrunni. Dagbjört Hákonardóttir mætti á sína fyrstu þingsetningu í gráu og hvítu ullarsetti frá íslenska hönnuðinum Magneu og appelsínugula lokka frá Hlín Reykdal. Hvort tveggja úr Kiosk Granda. Skórnir hennar eru úr 38 þrepum. Samfylkingarfólkið Kristrún Frostadóttir, Logi Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir.Vísir/Hulda Margrét Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokknum, klæddist skærrauðum kjól við ljósa hæla. Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðiskonan Diljá Mist Einarsdóttir klæddist sögulegri flík úr fjölskyldu sinni. Á Instagram síðu sinni skrifar hún: „Af þessu hátíðlega tilefni fékk ég lánað upphlutsvesti mömmu minnar, vesti sem hún hefur klæðst við sérstök tilefni. Vestið var áður í eigu Bryndísar Kristjánsdóttur, eiginkonu Jóns úr Vör, en hún tengdist móðurömmu minni Susie í gegnum Kristniboðssambandið.“ Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Hulda Margrét Guðni Th. forseti klæddist dökkbláum jakkafötum við rautt og hvítt bindi. Hann leiddi hópinn við hlið Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.Vísir/Hulda Margrét Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, í rauðum síðjkól frá tískumerkinu MSGM Milano og rauðum skóm. Sif Gunnarsdóttir, forsetaritari, klæddist í svörtum kjól og var í jakka í stíl.Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir forsetisráðherra og formaður Vinstri grænna klæddist grásilfruðum kjól sem hún keypti hjá íslenska hönnuðinum Steinunni. Þá var hún með silfurlitað hálsmen í stíl, í svörtum jakka og svörtum skóm. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra klæddist svörtum og hvítum kjól með blómamunstri og dökkbláum jakka við. Þá valdi Birgir Ármannson, Sjálfstæðismaður og forseti Alþingis, blá jakkaföt og blátt bindi, í stíl við lit Sjálfstæðisflokksins. Svandís Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson og Katrín Jakobsdóttir.Hulda Margrét/Vísir Þingsetningarkjóllinn! Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum klæddist dökkbláum síðkjól og er það sami kjóll og hún skartaði við Þingsetningu í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Oddný Harðardóttir hjá Samfylkingunni valdi íslenska hönnun og klæðist hér kjól úr línu Hildar Yeoman. Orri Páll hjá Vinstri Grænum klæddist dökkum jakka í stíl við bláar buxur og bláa skó. Hulda Margrét/Vísir Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Eyjólfur Ármannsson í Flokki fólksins völdu bæði bláan klæðnað þó í ólíkum tónum. Vísir/Hulda Margrét Jakob Frímann, Flokkur fólksins, og Sigmundur Davíð, Miðflokkurinn, völdu báðir blá jakkaföt en bláu tónarnir voru vinsælir hjá karlmönnunum við þingsetningu í dag. Sigmundur valdi einlit jakkaföt við blátt bindi en Jakob köflótt munstruð jakkaföt við litríkt bindi.Vísir/Hulda Margrét Tíska og hönnun Alþingi Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 12. september 2023 15:13 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 12. september 2023 13:01 Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37 Tískan við þingsetningu Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vakti sérstaka athygli en hún klæddist ansi smart dragt. Sömuleiðis vakti Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir lukku en hún klæddist sínum allra fínustu fötum. 8. desember 2016 17:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Litagleðin naut sín sannarlega í ár eins og áður og voru munstraðar flíkur sömuleiðis áberandi. Þá voru þingmenn margir hverjir í íslenskri hönnun. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá fatavali nokkurra þingmanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-,orku- og loftslagsráðherra, klæddist dökkgráum jakkafötum með blátt bindi í stíl við flokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var í grænu setti frá íslenska hönnuðinum MAGNEU og rúllukraginn undir er frá Issey Miyake. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, klæddist í skyrtu frá danska hönnuðinum Stine Goya og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, í dökkbláum jakkafötum með rauðtóna bindi og regnbogasokkum sem voru skilaboð um fjölbreytileikann. Ráðherrar með stíl! Guðlaugur Þór, Þórdís Kolbrún, Lilja Dögg og Guðmundur Ingi. Vísir/Hulda Margrét Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra klæddist skóm frá íslenska skómerkinu Kalda, pilsi frá versluninni Sentrum á Egilsstöðum og jakkinn er frá danska merkinu samsoe samsoe og keyptur í versluninni GK Reykjavík. Í fyrra var Áslaug svartklædd frá toppi til táar en bleiki liturinn hefur náð til hennar í ár enda ómótstæðilegur að mati margra tískuunnenda. Áslaug Arna í pilsi frá Egilsstöðum.Vísir/Hulda Margrét Viðreisnarkonan Hanna Katrín valdi svart og hvítt og flokksbróðir hennar Sigmar Guðmundsson var í bláum jakkafötum með blátt bindi í stíl. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, skartaði ljósbleikum jakka og skóm í stíl. Að hennar sögn fór hún innarlega í fataskápinn sinn og náði í sitt lítið af hverju af gömlum flíkum. Skórnir eru sjö ára gamlir frá Stewart Weitzman. Pilsið er gamalt og gott taupils sem hefur hann eiginleika að geta stækkað og minnkað með eigandanum. Jakkinn er fimm ára frá Esperit. Skyrtan er um fimmtán ára gömul, vel nýtt og mikið tekin að sögn Þorgerðar. Regnbogaeyrnalokkarnir eru svo íslensk hönnun frá Dálæti. Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson, öll hjá Viðreisn. Hulda Margrét/Vísir Jódís Skúladóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, báðar hjá Vinstri grænum, eru óhræddar við líflegar og munstraðar flíkur. Bjarkey klæddist grænum og rauðum jakka en hún deildi því með blaðamanni að jakkinn er saumaður í Kongó þar sem dóttir hennar var að vinna hjá Læknum án landamæra og verslaði gjarna við innfædda. Jódís klæðist kjól frá KronKron.Vísir/Hulda Margrét Framsóknarkonan Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skartaði ljósbláum síðkjól. Halla Signý Kristjánsdóttir mætti í grænu í stíl við flokk sinn, Framsóknarflokkinn, og Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokknum, klæddist bleikum jakka og munstruðum svart hvítum kjól. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingarkonan Kristrún Frostadóttir var í dökkfjólublárri dragt í 70's stíl sem hefur verið einstaklega vinsæll í ár. Logi Einarsson var í dökkbláum jakkafötum með rautt bindi og sömuleiðis Jóhann Páll Jóhannsson í bakgrunni. Dagbjört Hákonardóttir mætti á sína fyrstu þingsetningu í gráu og hvítu ullarsetti frá íslenska hönnuðinum Magneu og appelsínugula lokka frá Hlín Reykdal. Hvort tveggja úr Kiosk Granda. Skórnir hennar eru úr 38 þrepum. Samfylkingarfólkið Kristrún Frostadóttir, Logi Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir.Vísir/Hulda Margrét Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokknum, klæddist skærrauðum kjól við ljósa hæla. Vísir/Hulda Margrét Sjálfstæðiskonan Diljá Mist Einarsdóttir klæddist sögulegri flík úr fjölskyldu sinni. Á Instagram síðu sinni skrifar hún: „Af þessu hátíðlega tilefni fékk ég lánað upphlutsvesti mömmu minnar, vesti sem hún hefur klæðst við sérstök tilefni. Vestið var áður í eigu Bryndísar Kristjánsdóttur, eiginkonu Jóns úr Vör, en hún tengdist móðurömmu minni Susie í gegnum Kristniboðssambandið.“ Diljá Mist Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Hulda Margrét Guðni Th. forseti klæddist dökkbláum jakkafötum við rautt og hvítt bindi. Hann leiddi hópinn við hlið Agnesar M. Sigurðardóttur biskups.Vísir/Hulda Margrét Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, í rauðum síðjkól frá tískumerkinu MSGM Milano og rauðum skóm. Sif Gunnarsdóttir, forsetaritari, klæddist í svörtum kjól og var í jakka í stíl.Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir forsetisráðherra og formaður Vinstri grænna klæddist grásilfruðum kjól sem hún keypti hjá íslenska hönnuðinum Steinunni. Þá var hún með silfurlitað hálsmen í stíl, í svörtum jakka og svörtum skóm. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra klæddist svörtum og hvítum kjól með blómamunstri og dökkbláum jakka við. Þá valdi Birgir Ármannson, Sjálfstæðismaður og forseti Alþingis, blá jakkaföt og blátt bindi, í stíl við lit Sjálfstæðisflokksins. Svandís Svavarsdóttir, Birgir Ármannsson og Katrín Jakobsdóttir.Hulda Margrét/Vísir Þingsetningarkjóllinn! Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum klæddist dökkbláum síðkjól og er það sami kjóll og hún skartaði við Þingsetningu í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Oddný Harðardóttir hjá Samfylkingunni valdi íslenska hönnun og klæðist hér kjól úr línu Hildar Yeoman. Orri Páll hjá Vinstri Grænum klæddist dökkum jakka í stíl við bláar buxur og bláa skó. Hulda Margrét/Vísir Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Eyjólfur Ármannsson í Flokki fólksins völdu bæði bláan klæðnað þó í ólíkum tónum. Vísir/Hulda Margrét Jakob Frímann, Flokkur fólksins, og Sigmundur Davíð, Miðflokkurinn, völdu báðir blá jakkaföt en bláu tónarnir voru vinsælir hjá karlmönnunum við þingsetningu í dag. Sigmundur valdi einlit jakkaföt við blátt bindi en Jakob köflótt munstruð jakkaföt við litríkt bindi.Vísir/Hulda Margrét
Tíska og hönnun Alþingi Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 12. september 2023 15:13 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 12. september 2023 13:01 Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37 Tískan við þingsetningu Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vakti sérstaka athygli en hún klæddist ansi smart dragt. Sömuleiðis vakti Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir lukku en hún klæddist sínum allra fínustu fötum. 8. desember 2016 17:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. 12. september 2023 15:13
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 12. september 2023 13:01
Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37
Tískan við þingsetningu Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vakti sérstaka athygli en hún klæddist ansi smart dragt. Sömuleiðis vakti Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir lukku en hún klæddist sínum allra fínustu fötum. 8. desember 2016 17:00